Eftirfarandi texti fannst á litlum miða í fórum Árna en ekki er vitað hvar hann birti þessa litlu auglýsingu.
Síðastliðið haust tók ég að mér að skrifa sögu Hrs. Vesturlands. Til þess að slík söguritun verði sönn og trúverðug er söfnun heimilda og gagna undirstöðuatriði.
Í þessu tilviki hefur söfnun ganga gengið mjög vel að undanskyldu einu atriði en það er sjóðbók/dagbók ásamt rekstrar- og efnahagsreikningum sambandsins frá 1964-1972 að báðum árum meðtöldum. Þetta er ekki einungis bagalegt vegna frásagnar um fjárhag sambandsins heldur líka og ekki síður vegna þess að þar er að finna upplýsingar um stóðhestaeign sambandsins á þessum tíma, kaupverð þeirra og söluverð. Það er með ólíkindum að bók sem var síðast í notkun 1972 skuli glötuð. Hér er lýst eftir þeirri reikningabók og allir sem einhverjar upplýsingar geta gefið hafi samband við Árna Guðmundsson.
Saga Hrossaræktarsambands Borgarfjarðar og Hrossaræktarsambands Vesturlands til 2004 var tekin saman af Árna Guðmundssyni og var samantekt lokið í nóvember 2005.
Efnisyfirlit
1 Upphaf
2 Hrossaræktarsamband Borgarfjarðar
3 Hrossaræktarsamband Vesturlands
4 Breytingar á aðildarfélögum (deildum)
5 Breyttir tímar í notkun stóðhestanna.
6 Haustfundir
7 Stofnun Hrossaræktarsambands Íslands
8 Stjórn og endurskoðendur
9 Fjárhagur
10 Lög og reglur
11 Framkomnar tillögur
12 Afkvæmarannsóknir og tamningastöð
13 Stóðhestaeign
14 Leiguhestar