Árni náði háum aldri og mundi þar af leiðandi tímana tvenna. Afkomendur hans fengu í gegnum tíðina að heyra margar sögur sem tengdust samfélagi, skyldmennum og samferðafólki. Það sem hér er birt er örlítið brot af öllu því efni en þetta er það sem hann var búinn að skrá niður og ganga frá.
