Kirkjur, staðhættir og örnefni

Árni frá Beigalda var áhugasamur um að varðveita sögu lands og þjóðar og lagði bæði Þjóðminjasafni Íslands lið við að bera kennsl á gamlar ljósmyndir og var í samskiptum við Örnefnastofnun í þeirri viðleitni að varðveita örnefni á hans æskuslóðum.

Árni hafði sterk tengsl við kirkjuna enda alinn upp á kirkjujörð þar sem lögð var áhersla á ræktarsemi og virðingu við messuhald og kirkjubyggingar. Hann hafði sérstakar taugar til Álftártungukirkju enda alinn upp með hana í túninu en ekki síður til Borgarkirkju þar sem hann var sóknarbarn frá 1954 til dánardags.

Fjórir ættliðir í Borgarkirkju. F.v. Árni Guðmundsson frá Beigalda, Óðinn Guðmundsson með Hlyn Daða Óðinsson og Guðmundur Árnason á Beigalda.