Frá Svartagili að Arnbjargarlæk

Lýsing á reiðleið sem birtist í bókinni Áfangar: ferðahandbók hestamanna, 2. bindi, 1994.

Kort fengið að láni úr bókinni Áfangar: ferðahandbók hestamanna.

Farið er vestan túns á Svartagili, upp svokallaða Svartagilssneið eftir sæmilegum hestagötum. Þegar upp á brúnina er komið, eru greiðfærar götur uppi á háhálsinum. Þar skiptast leiðir til tveggja átta, önnur suður að Arnbjargarlæk, en hin til vinstri í austsuðaustur, þar til komið er að Hamarslæk, sem rennur milli Arnbjargarlækjar og Hamars í Þverárhlíð. Fyrir þá, sem koma að vestan og ætla fram í Þverárhlíð, styttir það nokkuð leiðina að fara þar. Þarna eru girðingar á vegi ferðamanna, en hlið er á þeim við götuslóðana.

Þetta er mjög falleg leið, sem eftirsóknarvert er að fara í góðu veðri, og skaði, ef hún týnist eða leggst niður með öllu.

Ásmundur Eysteinsson á Högnastöðum sagði til vegar.