Árni Guðmundsson frá Beigalda fór, eftir að hann hætti að sinna launaðri vinnu, að sinna ýmsu grúski enda áhugamaður um varðveislu sögu og menningar og miðla áfram til samferðafólks og afkomenda. Í þeim tilgangi fór hann að afla sér heimilda, vinna úr því efni sem fannst og skrifa niður ýmsan fróðleik, ýmist að eigin frumkvæði en einnig að beiðni annarra.
Hugmyndin að þessum vef kviknaði veturinn 2018-2019 og var byrjað að vinna að honum um jólin 2018. Tilgangur vefsins var að safna saman öllu því efni sem Árni Guðmundsson frá Beigalda skráði eða skráð var eftir honum og birta á einum stað. Sumt af þessu efni hefur verið gefið út en annað ekki. Árni hélt sínum höfundarétti að öllu sínu efni þó það væri gefið út af ýmsum aðilum. Það sem var skráð eftir honum er birt með góðfúslegu leyfi höfunda eða útgefenda.






Árni í essinu sínu, ferðbúinn og tilbúinn að stíga á bak. Þessa mynd tók Björn Þorsteinsson og prýðir hún forsíðu þessa vefs.
