„Inn í glæstar gleðiálfur“

Árni Guðmundsson frá Beigalda fór, eftir að hann hætti að sinna launaðri vinnu, að sinna ýmsu grúski enda áhugamaður um varðveislu sögu og menningar og miðla áfram til samferðafólks og afkomenda. Í þeim tilgangi fór hann að afla sér heimilda, vinna úr því efni sem fannst og skrifa niður ýmsan fróðleik, ýmist að eigin frumkvæði en einnig að beiðni annarra.

Hugmyndin að þessum vef kviknaði veturinn 2018-2019 og var byrjað að vinna að honum um jólin 2018. Tilgangur vefsins var að safna saman öllu því efni sem Árni Guðmundsson frá Beigalda skráði eða skráð var eftir honum og birta á einum stað. Sumt af þessu efni hefur verið gefið út en annað ekki. Árni hélt sínum höfundarétti að öllu sínu efni þó það væri gefið út af ýmsum aðilum. Það sem var skráð eftir honum er birt með góðfúslegu leyfi höfunda eða útgefenda.

Þessi mynd sýnir rithönd Árna en allar greinarnar sem hér eru birtar handskrifaði hann og fékk svo gjarnan einhverja af dætrum sínum til að slá textann inn í tölvu, stundum las hann fyrir í gegnum síma en oftar fóru dæturnar með handritin heim til sín. Árni fékk svo útprent sem hann las yfir og lagfærði.
Árni og Steinunn, dóttir hans skoða vefi í símanum.
Árni hlustar á grein og leggur mat á hvort hún eigi heima á vefnum.
Árni hafði skoðun á því hvað ætti að taka með og hverju ætti að sleppa.
Sumarið 2010 fór Árni í ferðalag með afkomendahópnum sínum um Mýrar og er þessi mynd tekin við það tilefni í Álftártungukirkju.
Árni miðlar fróðleik og minningum til afkomenda sinna sumarið 2010.

Árni í essinu sínu, ferðbúinn og tilbúinn að stíga á bak. Þessa mynd tók Björn Þorsteinsson og prýðir hún forsíðu þessa vefs.

Á Haukagilsheiði á leið suður Arnarvatnsheiði. Frá vinstri: Sigurður Jóhannsson á Stóra Kálfalæk, Davíð Sæmundsson, Unnur Sigurðardóttir, Einar Bollason hjá Íshestum og Árni frá Beigalda.

Færðu inn athugasemd