Í þessum þætti verður gerð grein fyrir stóðhestaeign hrossaræktarsambandanna tveggja þ.e. Hrs. Borgarfjarðar á árunum 1954 til 1964 og Hrs. V. 1964-2004. Komið verður á framfæri ýmsum athugasemdum um þá og reynt að varpa ljósi á ýmislegt sem var áður ókunnugt um.
Upptalning hestanna er í tveimur köflum. Fyrst eru taldir þeir hestar sem Hrs. Borgarfj. eignaðist á 10 ára starfstíma sínum, síðan eru taldir þeir hestar sem Hrs. V. fékk til eignar frá Hrs.Borgarfj. og eru þeir ekki taldir aftur með hestum sem Hrs. V. hefir eignast á sínum starfsferli. Hestarnir eru ekki taldir í aldursröð þeirra heldur í þeirri röð sem þeir voru keyptir samkvæmt kaupári.
1 Valur I 445 frá Vilmundarstöðum, grár f. 1952.
F. Blettur 368 frá Vilmundarstöðum
M.: Þoka 2874 ættuð úr Eyjafirði, undan Grána frá Hvassafelli og Brúnku frá Hólshúsum.
Keyptur 1954.
Sýndur í Faxaborg 1955
Umsögn: Myndarlegur,meðalreistur, heldur álitlegt hestefni, ótaminn.
Seldur árið eftir til Magnúsar Bjarnasonar á Húsavík.
Kaupverð kr. 4.000. Söluverð 1956 kr. 3.000.
2 Glói 440 frá Hundadal, rauðglófextur, stjórnóttur f. 1951.
Bandmál 136-149-28-17,0 (6,0)
F. Rauður frá Hundadal, síðar Munaðarnesi
M: Glóa frá Hundadal.
Keyptur 1954.
Hann var sýndur í Faxaborg 1955 og fékk 2. verðlaun B.
Umsögn: Fíngerður og fríður hestur en lundstirður, raðboginn í v. afturfæti.
Geltur og seldur til Þýskalands árið eftir. Reyndist kargur og hæfileikalaus.
Kaupverð kr. 4.000. Söluverð 1956 kr. 3.500.
3 Skarði 400 frá Hólum í Hjaltadal, jarpur f. 1947.
Bandmál. 142-160-31-18,5 (6,6)
F. Nökkvi 260 frá Hólmi
M. Irpa 2280 frá Hólum (undan Silfra 225 og Gránu 1509)
Sýndur og tekinn í ættbók 1950.
Kom til Búnaðarsambands Borgarfjarðar sem gjöf frá Hólum.
Hrossaræktarsamband Borgarfjarðar keypti hann 1954.
1956 var hann seldur.
Umsögn: Myndarlegur og hlutfallsgóður, vinnuhestur, geðgóður og auðsveipur.
Kaupverð kr. 5.000. Söluverð 1956 kr. 3.000.
4 Hjalti 394 frá Hólum í Hjaltadal, jarpur f. 1946.
Bandmál: 142-160-30-18,5 gefinn af Búnaðarsambandi Borgarfjarðar
F. Nökkvi 260 frá Hólmi
M. Grána 1509 frá Skarði, Lundarreykjadal
Sýndur í Faxaborg 1951 og hlaut 1. verðl. Var númer 2 og hlaut Borgarfjarðarbikarinn.
Umsögn: Myndarlegur, hlutfallagóður og röskur hestur á góðum fótum.
Eigandi þá Hrossaræktarfélag Hraunhrepps.
Hrossaræktarsamband Borgarfjarðar keypti hann 1954.
Ekki talinn reiðhestafaðir, geltur og seldur 1955.
Kaupverð kr. 4.000. Söluverð kr. 3.000.
5 Bliki 439 frá Borgarnesi, gráskjóttur f. 1951.
Bandmál: 140-153-28-17,0 (6,2)
F.
M.
Keyptur 1954.
Sýndur í Faxaborg 1955. Hlaut 2. verðl. B.
Umsögn: Myndarlegur og þreklegur hestur, ekki reiðhestlegur.
Seldur 1956.
Kaupverð kr. 5.250. Söluverð kr. 3.000.
6 Sómi 430 frá Indriðastöðum, Skorradal, jarpur f. 1951.
Bandmál: 140-152-28-18,0 (6,3)
F: Skuggi 201 frá Bjarnarnesi.
M: Perla 2750 frá Indriðastöðum.
Keyptur 1954.
Sýndur í Faxaborg 1955. Hlaut 2. verðl. A.
Umsögn: Reistur og hlutfallagóður, góðir fætur, reiðhestslegur.
Hann var seint taminn, en varð að lokum prýðilega viljugur og ganggóður reiðhestur. Undan honum komu góð reiðhross, sum ágæt.
Notaður í Hraunhreppi í 3 ár.
Þá vanaður, seldur 1957 Einari Ásmundssyni forstjóra í Sindra í Reykjavík.
Kaupverð kr. 3.300. Söluverð kr. 3.000.
7 Hrafn 402 frá Mið-Fossum, Andakílshreppi, brúnn f. 1951.
Bandmál: 140-152-29-18,0 (6,5)
F: Úlfsstaða-Blakkur 302
M: Irpa 1506 frá Mið-Fossum.
Sýndur í Faxaborg 1955. Var tekinn í ættbók þar, Keyptur 1954 eða 1955.
Sýndur á Þingvöllum 1958, hlaut þar 1. verðl. B.
Umsögn: Þróttlegur, vel meðalreistur og samræmisgóður klárhestur með litlu tölti en góðum vilja.
Sýndur í Faxaborg 1960. Sýndi þar betri tilburði.
Sýndur á Þingvöllum 1962 með afkvæmum. Hlaut þar 1. verðlaun B.
Umsögn: Afkvæmin eru þæg og þróttleg, en vantar nokkra mýkt og fjölhæfni í gang. Eru þau og heldur bolþung. Vel sköpuð hross með góðum vilja og reiðhestahæfileika, þau eru fríð, hárreist, hlutfallagóð og hafa þurra og vel gerða fætur.
Sýnd afkvæmi:
Gosi, rauður, 7 v. frá Múlakoti.
Gustur, jarpur 7 v. frá Grund, Skorradal
Litli-Rauður, rauður, 8 v. frá Vatnshorni
Tanni, brúnn 6 v. frá Kópareykjum.
Notaður frá 1956.
Sýndur með afkvæmum í Faxaborg 1965. Hlaut 1. verð. B.
Sýnd afkvæmi:
Bleikblesi, bleikblesóttur, 6 v. eig. Björn H. Jónsson, Ölvaldsstöðum
Blesi, rauðblesóttur, 5 v. eig. Haukur Kristinsson, Borgarnesi
Gustur, jarpur, 10 v. eig. Jón Ingvarsson, Reykjavík
Ljónslöpp, jörp, 6 v. eig. Guðmundur Árnason, Beigalda
Sorti, brúnn, 6 v. eig. Haukur Ragnarsson, Reykjavík
Víkingur, jarplitf. 6 v. eig. Ása Finnsdóttir, Eskiholti
Ekki er ljóst hvenær þessi hestur hefur verið keyptur, annað hvort 1954 eða 1955. En Hrs. Borgarfjarðar er skráður eigandi hans í sýningarskrá héraðssýningar í Faxaborg 1955.
Varð fyrir slysi og var felldur. Óljóst hvaða ár.
8 Roði 451 frá Ytra-Skörðugili, Skagafirði, rauður 1951.
Bandmál: 138-155-29,5-17,5 (6,2)
F: Jarpur frá Ytra-Vallholti
M: Rauðka frá Ytra-Skörðugili.
Keyptur vorið 1956 af Jean de Fontenay og Guðmundi Péturssyni fyrir Hrs. Borgarfj.
Kaupverð 1956 kr. 6.000
Seldur Marinó Jakobssyni á Skáney arið 1957, sem tamdi hann og sýndi á Þingvöllum 1958.
Söluverð 1957 kr. 3.000
1959 keypti Hrs. Borgarfj. hestinn aftur og átti hann eftir það. Hann var mikið notaður.
Kaupverð 1959 kr. 15.000, sem var borgað á tveimur árum, 1959 kr. 10.000, árið 1960 kr. 5.000
Sýndur á Þingvöllum 1958 og hlaut 1. verðl. A.
Sýndur á Þingvöllum 1962 með afkvæmum. Hlaut 1. verðlaun B.
Umsögn: Afkvæmin eru fríð og reiðhestleg þægðartrippi með öllum gangi, en sáralítið tamin.
Sýnd afkvæmi:
Blesi, rauðblesóttur 4 v. frá Skáney
Brúnn, brúnn 4 v. frá Vilmundarstöðum
Sorti, brúnn 5 v. frá Vilmundarstöðum
Sudda, brún 5 v. frá Steindórsstöðum
Sýndur í Faxaborg 1965 með afkvæmum og stóð þar nr. 2.
Sýnd afkvæmi:
Blesi 598, rauðblesóttur 7 v. Eig. Marinó Jakobsson, Skáney
Blakkur, brúnn 5 v. eig. Marinó Jakobsson, Skáney
Brúnn, brúnn 6 v. eig. Jón Þorsteinsson, Giljahlíð
Gráni, grár 6 v. eig. Þorsteinn Valdimarsson, Borgarnesi
Léttir 586, brúnn 4 v. eig. Hrs. Vesturlands
Rauður, rauður 5 v. eig. Leó Sveinsson, Reykjavík
Rauður, rauður 5 v. eig. Jón Þorsteinsson, Giljahlíð
Stjarni, rauðstjörnóttur, 5 v. eig. Leó Sveinsson, Reykjavík.
Sýndur á landsmóti á Hólum 1966 og stóð efstur stóðhesta með afkvæmdum og hlaut Sleipnisbikarinn.
Umsögn: Afkvæmi Roða eru fríð, prúð og fremur fínbyggð. Þau eru mjúkvaxin, lundgóð og þæg. Í þeim býr allur gangur, þó mætti brokk vera meira ríkjandi og skeið fjarlægara á hægri ferð. Prúðleiki og frjálsleg framkoma ásamt fleiri kostum eru góður samnefnari fyrir systkinahópinn og sýna hvað best kynfestu föðurins. Besti hestur sýningarinnar.
Eink: einstakl. 8.24, Fyrir afkvæmi 8.17, Aðaleinkunn: 8.21 og fyrir kynfestu 8.00
Sýnd afkvæmi:
Blesi 598, rauðblesóttur 8 v. Eig. Marinó Jakobsson, Skáney
Bliki, bleikur 6.v. eig. Andrés Jónsson, Deildartungu
Vinur, rauður 6 v. eig. Jón Þorsteinsson, Giljahlíð
Smáfrúar-Rauður, rauður 8 v. eig. Guðjóna Jónsdóttir Sturlureykjum
Roði var felldur 24ja vetra, árið 1975.
9 Stormur frá Ytra-Skörðugili, grár f. 1951.
F: Jarpur frá Ytra-Vallholti
M:
Keyptur vorið 1956.
Notaður í Lundarreykjadal eitt ár.
Þótti skapgallaður með meiru. Undan honum komu þó reiðhross.
Kaupverð kr. 6.000 Söluverð kr. 1.100
10 Árvakur frá Akureyri, brúnn f. 1953.
Bandmál 145 cm
F: Svipur 385 frá Akureyri
M: Stjarna 2720 frá Akureyri (stóð nr. 3 á Þveráreyrum 1953)
Keyptur árið 1956.
Varð sjúkur, og felldur veturinn 1958-1959.
Umsögn: Smár en sérlega laglega gerður, fríður, háreistur og viljalegur, klárhestur með tregu tölti.
Kaupverð kr. 10.200
11 Húni 435 frá Stóradal, A.-Hún., rauður f. 1951.
Bandmál: 145-160-18.0
F: Gráni frá Stóradal
M: Rauðka frá Stóradal
Keyptur vorið 1956.
Taminn um tíma í Fornahvammi og notaður eitt vor í Skilmannahreppi.
Seldur Leif Larsen á Minni-Vatnsleysu um haustið 1957.
Vanaður vorið 1960 og seldur Kristni Hákonarsyni.
Umsögn: Háreistur, hlutfallagóður og glæsilegur hestur á traustum fótum, bolstífur og klárgengur, taugaóstyrkur og hræðslugjarn.
Kaupverð kr. 6.000 Söluverð 1957 kr. 5.000
12 Ófeigur 493 frá Blönduósi, brúnn f. 1953.
Bandmál: 144-160-29-19,0-(6,7)
F: Rútur 348 frá Rútsstöðum
M: Gletta, Guðmundur Ragnarssonar, Blönduósi
Keyptur 1957
Sýndur á Þingvöllum 1958
Umsögn: Myndarlegur og fremur grófgerður reiðhestur með allan gang, sæmilegan vilja og heldur óþjála lund. Reyndist ekki reiðhestafaðir.
Seldur sumarið 1959 til Pollmeiers í Köln í Þýskalandi.
Kaupverð kr. 10.000 Söluverð kr. 12.000
13 Skuggi 395 frá Hólum (Hóla-Skuggi) brúnn f. 1951.
Bandmál.
F: Hæringur frá Fornustekkum, Hornafirði.
M: Góða-fluga 1423 frá Nautabúi, Skagafirði.
Keyptur 1957, notaður það vor í Reykholtsdal, vanaður um sumarið, þar sem hann þótti of grimmur (bitvargur) við hryssur í girðingunni.
Seldur Hjalta Pálssyni í Reykjavík og þótti hann góður reiðhestur.
Umsögn: Ákveðinn svipur, háreistur, hlutfallagóður, þurrir fætur og réttir. Viljugur klárhestur með góðu og hröðu tölti. Afkvæmin reyndust skapgölluð.
Ekkert finnst í reikningum eða fundargerðabókum Hrs. Borgarfjarðar um kaup- eða söluverð Skugga 395.
14 Börkur 541 frá Melum, Melasveit, jarpur f. 1952.
Bandmál: 142-160-30-18,0
F: Jarpur 375 frá Þverá undan Hreini frá Þverá
M: Jörp frá Melum.
Keyptur 1957
Notaður það sumar í Borgarhreppi.
Lýsing: Myndarlegur, sterkur hestur, meðalreistur, viljugur vekringur.
Var látinn í skiptum fyrir Lýsing 409 frá Voðmúlastöðum.
Seldur til Þýskalands 1960
Kaupverð kr. 5.000 Látinn fyrir Lýsing 409.
15 Fálki frá Vilmundarstöðum, Reykholtsdal, grár f. 1956.
F: óþekktur
M: Þoka 2874 frá Vilmundarstöðum.
Keyptur 1958
Notaður í Skilmannahreppi vorið 1959.
Seldur 1959.
Kaupverð kr. 4.000 Söluverð kr. 4.000
Einhverjir gallar hljóta að hafa komið fram í þessum hesti þó þeirra sé hvergi getið.
16 Baldur 449 frá Bóndhól, Borgarhreppi, móbrúnn f. 1953.
Bandmál 141-157-30,0-18,5 (6,3)
F: Skuggi 201 Bjarnarnesi
M: Jörp 1092 frá Bóndhól
Sýndur í Faxaborg 1955 í eigu Guðmundar Gíslasonar.
Keyptur 1958.
Sýndur á Þingvöllum 1958 og stóð þar framarlega í röð taminna, einstakra stóðhesta.
Hlaut 1. verðl. A. B. 8,50, H. 8.03, A. 8,22
Umsögn: Hlutfallagóður, sterkur og heilsteyptur reiðhestur með allan gang og góðan vilja.
Sýndur í Faxaborg 1960 og stóð nr. 1 og hlaut 1. verðl. A.
Hann var sýndur á mörgum sýningum og fékk ætíð 1. verðl. og stóð stundum efstur. Var oftast mikið notaður.
Sýndur með afkvæmum á landsmóti á Þingvöllum 1962, varð nr. 2 í röð og hlaut 1. verðl. A.
Umsögn: Afkvæmi Baldurs eru fremur samstæð að gerð, viljug, ganggóð, en líflegri fótlyftingar og höfuðburður væri kærkomið.
Sýnd afkvæmi:
Brúnka, brún 5 v. frá Sveinsstöðum, Mýr.
Dreki, brúnn 5 v. frá Miðhúsum
Fála, jörp 5 v. frá Miðhúsum
Mori, brúnn 5 v. frá Miðhúsum
Sýndur með afkvæmum á Fjórðungsmóti 1965 í Faxaborg.
Dæmd afkvæmi:
Bliki 589, brúnskj. 6 v. eig. Hrs. Vesturlands
Bíldur, grár 6 v. eig. Guðmundur Magnússon, Arnþórsholti
Brúnn, brúnn 7 v. eig. Björn H. Jónsson, Ölvaldsstöðum
Elding, brún 8 v. eig. Ágúst Jónsson, Sveinsstöðum
Freyfaxi, brúnn 7 v. eig. Sigursteinn Þórðarson, Borgarnesi
Gletta, brún 8 v. eig. Gylfi Jónsson, Miðhúsum
Goði, jarpur 5 v. eig. Hjörleifur Guðmundsson, Heggsstöðum
Gustur, brúnn 5 v. eig. Haukur Sveinbjörnsson, Snorrastöðum
Héla, grá 7 v. eig. Bergsveinn Símonarson, Borgarnesi
Ófeigur, brúnn 7 v. eig. Rósa Guðmundsdóttir, Svignaskarði
Var í eigu Hrs. Vesturlands til ársins 1975 en hann var felldur 22ja vetra gamall.
Kaupverð kr. 20.000
17 Bragi frá Skarði, Lundarreykjadal, brúnstjörnóttur f. 1956.
Bandmál: 139-151-2—18,5 (6.4)
F: Skuggi 201 frá Bjarnarnesi
M: Brúnka frá Tungufelli undan Brennubrún.
Keyptur 1959
Sýndur í Faxaborg 1960, hlaut 1. verðl. B.
Umsögn: Fríður, reistur, hlutfallagóður, álitlegt reiðhestsefni og stóðhestsefni. Hann var gangsamur og viljugur.
Afkvæmarannsókn nr. 9, 1968. B. 7,40 H. 7,19, A 7,30
Reyndist reiðhestafaðir og voru afkvæmin gangsöm og viljug.
Fékk lifrarbólgu og var felldur.
Kaupverð 5.500
18 Kolur 557 frá Brautartungu, jarpur f. 1956.
Bandmál 146-162-33-2- (6.9)
F: Skuggi 201 frá Bjarnarnesi
M: Vinda frá Kistufelli (af Hindisvíkurkyni)
Keyptur 1959.
Sýndur i Faaxaborg 1960, hlaut 2. verðl. A.
Umsögn: Myndarlegur og sterkur hestur, ófríður, grófgerður, viljugur klárhestur, þó með allan gang.
Var geltur og seldur til Reykjavíkur 1961.
Kaupverð kr. 4.000 Söluverð kr. 6.500
19 Hrímfaxi 559 frá Langholtsparti í Flóa, bleikvindóttur f. 1957.
Bandmál 140-157-29-17.0 (6.5)
F: Silfurtoppur 451 frá Reykjadal
M: Perla 1171 frá Langholtsparti
Keyptur 1960.
Sýndur í Faxaborg 1960, hlaut 1. verðl. C,
Umsögn: Fríður, háreistur, hlutfallagóður, heldur harður bolur, góðir fætur. Glæsilegt hestsefni og gott stóðhestsefni.
Seldur 1962 Ásmundi Ásmundssyni, Ökrum sem notaði hann til undaneldis.
Kaupverð kr. 10.000 Söluverð 6.000
20 Lýsingur 409 frá Voðmúlastöðum, ljósgulur/hvífextur, f. 1947.
Bandmál 143-160-29,5-18,0 (6.5)
F: Lýsingur frá Butru í Fljótshlíð, undan Sleipni 249 frá Uxahrygg
M: Nös frá Voðmúlastöðum
Sýndur 1952 í Landeyjum og á Selfossi.
Seldur Hrossaræktarfélagi Fljótsdalshéraðs 1953 og notaður þar til 1958.
Sýndur á Þveráreyrum 1954, á Egilsstöðum 1957 og á Þingvöllum 1958.
Árið 1958 keyptu Jón M. Guðmundsson Reykjum í Mosfellssveit og Skúli Kristjónsson í Svignaskarði hestinn.
Notaður í Lundarreykjadal 1959.
Keyptur 1960 og sýndur það ár í Faxaborg.
Lýsing: Föngulegur, hágengur og grófgerður reiðhestur með allan gang. Lýsingur vakti hvarvetna athygli vegna fríðleika og fagurs litarháttar, ljósgulur með hvítt fax og tagl. Einnig vakti athygli hinar sérlega háu og fálmandi framfótahreyfingar og síðari árin vakti athygli skeið hans. Viljinn var góður en skaphöfn fremur óþjál. Hlaut 1. verðl. B.
1966 var hann seldur Félagsbúinu að Ásgeirsbrekku, (Jóni Friðriksson) síðar á Vatnsleysu. Hlaut ætíð 1. verðl.
21 Geisli 588 frá Sandlækjarkoti, rauðblesóttur f. 1959.
Bandmál 139-155-28,0-17,5
F: Tvistur 244 frá Skáldabúðum
M: Nös frá Sandlækjarkoti (út af Kára frá Grímstungu)
Keyptur 1961.
Sýndur í Faxaborg 1965. B. 8.10 H. 7.45 A. 7.78
Afkvæmarannsókn nr. 7 1968. B. 7.37 H. 6.79 A. 7.08
Seldur Hrossaræktarsambandi Suðurlands 1971.
Kaupverð 7.500 Söluverð kr. 25.000
Geisli 588 er fyrsti hesturinn sem var afkvæmarannsakaður í eigu Hrs. V.
22 Bliki 589 frá Tungufelli, Lundarreykjadal, brúnskjóttur f. 1959.
Bandmál 139
F: Baldur 449 frá Bóndhól
M: Grána frá Tungufelli undan Randver 355
Keyptur 1962
Sýndur í Faxaborg 1965. B. 8.10 H. 7.90 A. 8.00
Var geltur og seldur 1967.
Ágætur reiðhestur en gaf mjög mikið skjótt og sum afkvæmin reyndust slæg, en mörg þeirra búin ágætum reiðhestskostum.
Kaupverð kr. 10.000 Söluverð kr. 18.000
23 Rökkvi 552 frá Dalkoti á Vatnsnesi, jarpur f. 1956.
Bandmál 141-153-29-17,5 (6.4)
F: Sörli 377 frá Hvammstanga
M: Grána frá Dalkoti
Sýndur í Faxaborg 1960.
Eigendur voru þá Guðmundur Magnússon frá Bryðjuholti og Garðar Halldórsson frá Hóli í Lundarreykjadal.
Umsögn: Fríður og svipléttur, háreistur, hlutfallagóður, góðir fætur. Viljagott hreyfingamjúkt gæðingsefni með allan gang.
Hrossaræktarsamband Borgarfjarðar keypti hann 1962.
Sýndur í Faxaborg 1965. B. 8.0 H. 8.0 A. 8.00
Hesturinn var viljasterkur reiðhestur. Afkvæmarannsókn nr. 8 1968. B. 7.32 H. 6.77 A. 7.05
Seldur Kristjáni Sigfússyni Húnsstöðum 1971.
Kaupverð 11.000 Söluverð 15.000
24 Freyr 579 frá Árbæ Ölfushreppi, grár f. 1958.
Bandmál 142-160-29.5-17.0
Keyptur 1962. Dómur frá Þingvöllum 1962 B. 8.30 H. 7.62 A. 7.96
Sýndur í Faxaborg 1965.
Afkvæmarannsókn nr. 11 1969. B. 7.43 H. 7.31 A. 7.37
Sýndur á landsmóti Þingvöllum 1970 og fékk 1. verðl. fyrir afkvæmi.
Sýnd afkvæmi:
Kópur, grár 5 v. eig. Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum
Reykur, grár 5 v. eig. Björn Ásgeirsson, Reykjum
Peli, grár 6 v. eig. Þórður Einarsson, Kletti
Gráni, grár 5 v. eig. Finnbogi Arndal, Árdal
Neisti, rauður 5 v. Hjörleifur Vilhjálmsson, Tungufelli
Rauður, rauður 5 v. Halldór Benónýsson, Krossi
Umsögn um afkvæmi: Viljug, gangsöm og mjög bolmjúk og liðug. Gaf mjög mikið grátt.
Seldur 1978 óvanaður til Guðmundar Gíslasonar á Torfastöðum.
Kaupverð kr. 20.000. Söluverð kr. 100.000
Hér fyrir framan eru taldið þeir hestar, sem Hrs. Borgarfjarðar eignaðist á 10 ára starfsferli sínum 1954-1964 og eru þeir 24 að tölu og er það samkvæmt því sem fram kom á stofnfundi Hrs. V. 31. okt. 1964.
Þeir verða ekki taldir aftur með þeim hestum sem Hrs. V. hefur eignast á starfstíma sínum heldur vísað á raðtölunúmer þeirra hér í skránni fyrir framan.
Hestarnir sem Hrs. V. tók við frá Hrs. Borgarfjarðar eru:
- Hrafn 402 frá Miðfossum nr. 7 í skránni
- Roði 453 frá Ytra-Skörðugili nr. 8 í skránni
- Baldur 449 frá Bóndhól nr. 16 í skránni
- Bragi 542 frá Skarði í Lundarreykjadal nr. 17 í skránni
- Lýsingur 409 frá Voðmúlastöðum nr. 20 í skránni
- Geisli 588 frá Sandlækjarkoti nr. 21 í skránni
- Bliki 589 frá Tungufelli nr. 22 í skránni
- Rökkvi 552 frá Dalkoti nr. 23 í skránni
- Freyr 579 Árbæ nr. 24 í skránni
Þar sem heimildir frá þessum tíma þ.e. reikningar Hrs. V. eru glataðir er ekki hægt að sjá á hvaða verði þeir hafa verið keyptir. Í fundargerðum Hrs. V. er ekkert um það.
25 Léttir 586 frá Vilmundarstöðum, Reykholtsdal, brúnn f. 1961.
Bandmál 138-150-28.0-17,5
F: Roði 453 frá Ytra-Skörðugili
M: Stjarna 2724 frá Hvítárvöllum
Sýndur í Faxaborg 1965. B. 8.50 H.8.03 A. 8.26
Umsögn: Gæðingur.
Afkvæmarannsókn nr. 13 1970. B. 7.90 H. 7.56 A. 7.73
Sýndur á fjórðungsmóti í Faxaborg 1971, eink. 8,0-8,23=8,12
Sýndur með afkvæmum á FM í Faxaborg 1971.
Dæmd afkvæmi: (einhver þessara voru sýnd)
Brúnka frá Hæli
Krummi frá Kópareykjum
Leiri frá Samtúni
Smári frá Geirshlíð
Trausti frá Geirshlíð
Krummi frá Deildartungu
Snotra frá Deildartungu
Sóta frá Stóra-Kroppi
Yngri-Rauður frá Hurðarbaki
Gosi frá Tröllatungu
Von frá Brekkukoti
Umsögn: Afkvæmi Léttis 586 eru fríð og fínbyggð, en mörg smá vexti. Þau búa yfir góðum hæfileikum, eru viljug, fjölhæf og rúm í gangi. Afkvæmin eru fremur traust í skapi og næm. Þau temjast og taka tilsögn mjög vel. Þau eru sviplík og sýna mikla kynfestu föðurins. Vegna smæðar afkvæmanna hlýtur Léttir 586 aðeins II. verðlaun, þótt þau hafi næga kosti til I. verðlauna sem góð reiðhross.
Vanaður og seldur Jóni Sigurðssyni, Skipanesi 1976, sem átti hestinn eftir það.
Keyptur 1964.
Kaupverð kr. 15.000 Söluverð kr. 50.000
Vegna glataðra gagna (heimilda) er ekki hægt að sjá það með vissu hvenær Léttir hefir verið keyptur en hann er kominn í eigu Hrs. V. á fjórðungsmótinu 1965. Hann finnst ekki í gögnum frá Hrs. Borgarfjarðar. Því trúlega keyptur 1965.
26 Logi 605 frá Kletti í Reykholtsdal, rauðstjörnóttur f. 1962.
Bandmál
F: Blesi 598 frá Skáney
M: Perla 2457 frá Kletti
Keyptur 1965.
Sýndur í Faxaborg 1965, 3ja vetra. . 7.80 H. 7.53 A. 7.67
Afkvæmarannsókn nr. 16 1971 B. 7.55 H. 6.55 A 7.05
Seldur óvanaður 1971 Bergsteini Þorsteinssyni.
Kaupverð 20.000 Söluverð kr. 20.000
27 Gustur 638 frá Kletti í Reykholtsdal, dökkjarpur f. 1963.
Bandmál
F: Baldur 449 frá Bóndhól
M: Perla 2457 frá Kletti (heiðursverðlaunahryssa af héraðssýningu)
Sýndur á Landbúnaðarsýningu í Reykjavík 1968
Eink. B. 8.00 H. 7.32 A. 7.66
Afkvæmarannsókn nr. 19 1972. B. 7.83 H. 6.56 A. 7.20
Seldur Jakobi Magnússyni Samtúni 1972.
Söluverð kr. 20.000
28 Fölskvi 639 frá Kletti, Reykholtsdal, bleiklitföróttur f. 1963.
Bandmál
F: Baldur 449 frá Bóndhól
M: Molda frá Kletti
Tekinn í ættbók. Dómur 7.70
Var lítið taminn, seldur til Danmerkur í apríl 1969 og talinn þar með bestu hestum.
Dómur í Danmörk 1969 B. 8.13 H. 7.55 A. 7.78
Söluverð kr. 35.000
29 Kvistur 640 frá Hesti í Borgarfirði, jarpstjörnóttur f. 1962.
Bandmál 137-151-27,5-16,5 6,1
F: Nökkvi 260 frá Hólmi.
M: Blesa frá Hausthúsum, Snæf.
Fæddur Einari E. Gíslasyni bústjóra á Hesti í Andakílshreppi.
Sýndur á Landsmóti í Skógarhólum 1970
B. 7.90 H. 8.10 A. 8.00
Umsögn: Fluggengur gæðingur.
Afkvæmarannsókn nr. 15 1971. B. 7.58 H. 7.58 A. 7.58
Sýndur með afkvæmum á fjórðungsmóti í Faxaborg 1975, eink. 7.82
Umsögn: Afkvæmi Kvists eru allvel fríð og sviphrein. Skapgerðin er traust og fremur auðsveip. Allgóð reising er á þeim en bak stundum hart og samræmi í byggingu fremur lítið, þar sem lend er stutt og bolur djúpur. Fætur eru þurrir og liprir en ekki liðasverir og kjúkuskekkjur eru algengar í afturfótum.
Reiðshestskostirnir eru sterkari hlið afkvæmanna en byggingin. Þau eru vel brokk- og töltgeng, vekurð er nær alltaf fyrir hendi og hún töluverð, þótt ekki sé úrval. Vilji er öruggur og oft mikill og er sá hæfileiki bestur kostanna, hvað hópinn snertir.
Meðalhæð (bandmál) afkvæmanna sex, sem hér eru metin er 139.5 cm og er helmingur þeirra hryssur. Stærðin er því alveg í lágmarki, en þó er hæpið að fella hestinn af þeim sökum, en reyna fremur að leiða undir hann vænni hryssurnar. Meðalaldur hópsins er 6 1/2 ár. Meðaleinkunn fyrir byggingu og hæfileika er 7.82 stig, og hlýtur Kvistur 640 1. v. fyrir afkvæmi.
Sýnd afkvæmi:
Fífill frá Stakkhamri, bleikrauður f. 1968
M: Snælda 3578 frá Stakkhamri
Eig. Bjarni Alexandersson, Stakkhamri
Gola 3976 frá Gullberastöðum, rauðjörp f. 1968
M: Perla 3043 frá Akranesi
Eig. Árni Guðmundsson, Beigalda
Gustur frá Bæ, Borg. jarpur f. 1966
M:
Eig. Guðrún Ólafsdóttir, Bæ
Gustur frá Fáskrúðarbakka, jarpur f. 1970
M: Jörp frá Fáskrúðarbakka
Eig. Högni Bæringsson, Stykkishólmi
Jörp 4182 frá Hlíð, Snæf. rauðjörp f. 1969
M: Sóta frá Hlíð
Eig. Sveinbjörn Hallsson, Hlíð
Móna 4074 frá Hömrum, Reykholtsdal, jörp f. 1968
M: Brúnka frá Hömrum
Eig. Guðmundur Gunnarson, Akranesi
Hesturinn fórst af slysförum haustið 1978.
30 Glampi 643 frá Stafholti, ljósaskjóttur, blesóttur f. 1965.
Bandmál
F: Roði 453 frá Ytra-Skörðugili
M: Moldskotta frá Lundum
Tekinn í ættbók. Eink. B. 7.70 H. 7.60 A. 7.65
Seldur Jóhanni Þorsteinssyni 1969.
Söluverð 25.000
31 Óðinn 644 frá Bæ í Strandasýslu, dökkjarpur f. 1964.
Bandmál
F: Bragi 542 frá Skarði
M: Jörp frá Bæ
Tekinn í ættbók. B. 7.80
Keyptur 1968.
Vanaður 4ra vetra. Seldur 1969
Umsögn: Skapgallaður en þó ganghæfileikum gæddur og viljamikill.
Samkvæmt greiðslukvittun sem til er seldur Páli Melsted Reykjavík 1970 á kr. 25.000
32 Þytur 710 frá Geldingaá, Borg, jarpur f. 1966.
Bandmál 142-157-29,5-18,5 (6.6)
F: Nökkvi 260 frá Hólmi
M: Blökk (Jörp) frá Geldingaá
Keyptur 1969. Sýndur á Þingvöllum 1970. Eink. B. 7.80 H. 7.87 A. 7.84
Hesturinn var góður kynbótahestur.
Fór yfir allar girðingar og var vanaður 1975 og seldur til Sviss til Max Indermaur.
Söluverð kr. 100.000
33 Skúmur AA135002 frá Krossi, Borg, brúnn f. 1967.
Bandmál
F: Baldur 449 frá Bóndhól
M: Brúnka 3076 frá Krossi
Keyptur af Halldóri Benónýsson, Krossi Lund. 1969.
Umsögn: Varð ágætur og fjölhæfur gæðingur. Lundgóður með afburða reisingu. Hann var seldur og fórst síðar af slysförum.
Seldur Kjartani Gunnarssyni lyfsala í Borgarnesi handa Gunnari syni hans 1971.
Kaupverð kr. 12.000
34 Hæringur frá Kistufelli, Borg. f. 1966.
Bandmál
F: Stjarni frá Sólheimum Skagafirði
M: Grána frá Gilhaga (eign Guðmundar Péturssonar)
Keyptur 1969.
Reyndist erfiður í tamningu og geltur. Síðan taminn til fulls og reyndist léttvígur klárhestur með góðri töltferð.
Seldur til Þýskalands 1971.
Kaupverð kr. 20.000 Söluverð kr. 45.000
Þessi skagfirski hestur barst til Borgarfjarðar með þeim hætti að Guðmundur Pétursson Gullberastöðum keypti Gránu af Stefáni í Gilhaga og var hún þá fylfull að Hæringi. Gránu var komið fyrir í fóður á Kistufelli og þar fæddist hann. Ætla má að þetta hafi verið efnilegur foli því að á stjórnarfundi 8. des. 1969 er talað um að Hæringur yrði sýndur á Landsmóti 1970 ef vel tækist með tamningu á honum. En sú von brást vegna skapgerðargalla hans. Í kappreiðaskrá fjórðungsmóts 1971 er skráður í 400m stökk 5 v. hestur sem nefndur er Sólfari í eigu Hrs. V. Þetta er tvímælalaust Hæringur en í heimildum er þessi hestur stundum nefndur Sólfari. Þarna kemur fram í annað sinn að hér hefur verið um orkumikinn hest að ræða þar sem honum svo ungum var treyst í svo erfitt hlaup.
35 Ylur 720 frá Kirkjubæ, Rang., rauðblesóttur f. 1968.
Bandmál
F: Ljúfur 353 frá Kirkjubæ
M: Hvöt frá Kirkjubæ
Keyptur 1969.
Sýndur í Faxaborg 1971, 3ja vetra. B. 8.00 H.7.37 A. 7.69 Klárhestur með tölti.
Á aðalfundi 27. apríl 1974 kom fram hjá formanni, Símoni Teitssyni, að sennilega yrði sambandið að hætta að nota Yl 720 vegna galla sem fram hefðu komið í afkvæmunum. Ekki kemur fram í umræðum um hvaða galla var að ræða.
Ekki er hægt að ímynda sér að um alvarlega galla hafi verið að ræða. A.m.k. hafa þeir alls ekki erfst frá Borgfjörð Reynis á Sigmundarstöðum en hann var undan Yl 720. Einnig var Ylur notaður til undaneldis í mörg ár hjá Kjartani á Guðnabakka með góðum árangri.
Seldur Kjartani Jónssyni, Guðnabakka 1974.
Söluverð kr. 30.000
36 Flóki frá Geirshlíð, brúnstjörnóttur f. 1968.
F: Uggi frá Hesti
M: Geira 3060 frá Hvítárvöllum. Eig. Pétur Jónsson í Geirshlíð.
5. nóv. 1970 var samþykkt á stjórnarfundi Hrs. V. að kaupa brúnstjörnóttan 2ja vetra foli af Pétri Jónssyni í Geirshlíð. Í janúar og febrúar 1971 var í tamningu á tamningastöðinni á Hvítárbakka foli sem nefndur er Flóki í eigu Hrs.V. Þarna er ábyggilega um sama fola að ræða. Á þessum árum var algengt að taka í tamningu fola á 3ja vetur og sýna að vorinu þegar þeir voru fullra 3ja vetra. Hann var svo sýndur sem afkvæmi móður sinnar Geiru 3060 á afkvæmasýningu á fjórðungsmótinu 1971. Samkvæmt aðalfundargerð árið 1972 er hann seldur árið 1971. Vegna glataðra gagna er ekki hægt að draga fram í dagsljósið meira um þennan hest.
Kaupverð 1970 kr. 20.000
37 Ófeigur 818 frá Hvanneyri, Borg., brúnstjörnóttur f. 1969.
Bandmál 143-163-30-18,5 (6.6)
F: Hrafn 583 frá Árnanesi
M: Skeifa 2799 frá Kirkjubæ (síðar á Hvanneyri)
Keyptur 1970 af Sigurborgu Jónsdóttur Hvanneyri.
Sýndur 1974 á Landsmóti á Vindheimamelum, hlaut 1. verðl. Varð nr. 2.
B 8.23 H. 8.80 A. 8.55
Umsögn: Fagur, fjölhæfur og flugvakur gæðingur.
Afkvæmarannsókn nr. 45 1977. Eink. B. 7.63 H. 7.45 A. 7.55
Sýndur með afkvæmum á fjórðungsmóti á Kaldármelum 1980, hlaut 1. verðl. 8.07 stig.
Umsögn: Ófeigur 818 er með þekktustu stóðhestum landsins og hafa samtök hrossaræktenda víða um land falað hestinn til undaneldis, en ekki hefur hann verið leigður burtu af sambandssvæði Vesturlands svo heitið geti. Hefur það bæði kosti og galla. Afkvæmi Ófeigs 818 eru mjög þróttlega byggð og einkennir það höfuð, bol og fætur en fríðleiki er lítill og óprýðir mjög rýrð í faxi, ennistoppi og stundum í tagli. Stærðin er ágæt. Háls er fremur grannur, meðallangur og vel settur, full djúpur, ásamt brjósti og bol, sem gerir bygginguna of þunga. Bakið er lítið sveigt og ekki vel fyllt með hryggnum, herðarnar langar, nokkuð hvassar, lendin öflug, ekki löng. Fætur eru traustir, oft útskeifir framan. Vilji er fjörmikill, harður og lundin frek og betra að forðast skapbryðjur sem mótaðila að afkvæmunum. Samant.: Harðsnúinn vilja- og fjörhross með miklum alhliða gangi, góðum fótaburði og löngu afturfótastigi, þróttlega byggð.
Sýnd afkvæmi:
Sunna 4631 frá Fáskrúðarbakka
Perla frá Kaðalstöðum
Gerpla frá Hvanneyri
Hrafn frá Hvítárbakka
Aldís frá Nýja Bæ
Sýndur með afkvæmum á LM 1982 á Vindheimamelum. Hann var nr. 1 í þessum flokki.
Umsögn um afkvæmi: Afkvæmi Ófeigs 818 eru mjög þróttleg á höfuð, bol og fætur, en ekki fríð og nokkuð vantar á prúðleikann. Stærðin er ágæt. Háls er fremur grannur, vel settur en dýpt er full mikil um háls og brjóst, sem þyngir bygginguna nokkuð. Herðar eru langar, bakið lítið sveigt, lendin öflug, ekki löng. Fætur eru traustir, oft útskeifir að framan. Vilji er fjörharður og lundin ör, og sennilega er Ófeigur sá stóðhestur, sem gefur öruggastan vilja allra afkvæmadæmdra stóðhesta. Hann hlýtur 1. verðl. fyrir afkvæmi, eink. 8.12
Þessi afkvæmi voru sýnd:
Hrafn frá Hvítárbakka, brúnn f. 1972, hæð 141 cm
M: Skvetta frá Hvítárbakka. Eig. Jón Árnason, Akranesi
Jónki frá Deildartungu, brúnn f. 1976, hæð 144 cm
M: Brúnka, Deildartungu, eig. Sigfús Jónsson, Skrúð
Dúkka 4918 frá Hrappsstöðum, rauðstjörnótt, glófext, f. 1975 hæð 141 cm
M: Drífa 3974 frá Lækjarmótum. Eig. Alvilda Þóra Elísdóttir, Hrappsstöðum
Gerpla 4523 frá Hvanneyri, brúnstjörnótt fl. 1973, hæð 144 cm
M: Kátína 3214 Hvanneyri. Eig. Guðmundur Ólafsson, Hvanneyri
Ör 4917 frá Stykkishólmi, rauðblesótt f. 1975, hæð 141 cm
M: Stjarna 3970 Fáskrúðarbakka, eig. Högni Bæringsson, Stykkishólmi
Perla 4889 frá Kaðalstöðum, jörp f. 1975, hæð 141 cm
M: Skjóna 4077 Kaðalstöðum, eig. Bragi Andrésson, Hellu
Brúnblesi 943 frá Hoftúnum, brúnblesóttur f. 1975, hæð 144 cm
M: Jörp 3581 Hoftúnum, eig. Guðmundur og Narfi Kristjánssynir, Hoftúnum
Hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á LM Hellu 1986. Eink. 7.94 – 8.37 = 8.10
Umsögn: Afkvæmi Ófeigs 818 eru þróttlega byggð, en ekki fínleg eða fríð, oft óprúð á fax og ennistopp og jafnvel tagl. Stærð er ágæt, háls er fremur grannur og vel settur við háar herðar, en í dýpra lagi ásamt brjósti og bol, sem gerir bygginguna fullþunga. Bak er lítið sveigt, lendin öflug, ekki löng. Fætur traustir, oft útskeifir framan. Meðalstærð er 142.3 cm, bandmál. Þau eru harðgerð í lund, viljamikil, oft fjörug með mikinn alhliða gang, góðan fótaburð og langt afturfótastig. Harðsnúin vilja- og ganghross með hrausta en ekki fríða byggingu.
Sýnd afkvæmi:
Perla 4889 frá Kaðalstöðum, jörp f. 1975, hæð 141 cm
M: Skjóna 4077 Kaðalstöðum, eig. Bragi Andrésson, Eystra-Fróðholti
Drottning 5391 frá Stykkishólmi, brún f. 1975, hæð 144 cm
M: Gola 4457 frá Innra-Leiti, eig. Leifur Kr. Jóhannesson, Stykkishólmi
Hilda 5390 frá Ólafsvík, brún f. 1977 hæð 143 cm
M: Fluga 3998 frá Hlöðum, Selfossi, eig. Sigurbjörn Bárðarson, Reykjavík
Sunna 4631 frá Fáskrúðarbakka, rauðblesóss f. 1973, hæð 140 cm
M: Fjöður 3580 frá Fáskrúðarbakka, eig. Bjarni Eyjólfsson, Grundarfirði
Dúkka 4918 frá Hrappsstöðum, rauðstjörnótt, glófext, f. 1975, hæð 141 cm
M: Drífa 3974 frá Lækjarmótum. Eig. Alvilda Þóra Elísdóttir, Hrappsstöðum
Flosi 966 frá Brunnum, A. Skaft., jarpur f. 1977, hæð 175
M: Svala 3258 frá Brunnum, eig. Hrs. Austur-Skaftfellinga
Hrefna 5297 frá Höfn, Hornafirði, brún f. 1978, hæð143 cm
M: Dekkja 3267 frá Fornustekkum, eig. Guðmundur Jónsson, Höfn
Aldís 4616 frá Nýjabæ, Borg., svört f. 1974, hæð 140 cm
M: Nótt 3208 frá Nýjabæ, eig. Ólöf Guðbrandsdóttir, Nýjabæ
Gerpla 4523 frá Hvanneyri, brúnstjörnótt fl. 1973, hæð 144 cm
M: Kátína 3214 Hvanneyri. Eig. Guðmundur Ólafsson, Bárustöðum
Ör 5948 frá Erpsstöðum, grá f. 1977, hæð 145
M: Brana, Kirkjuskógi, eig. Guðmundur Harðarson, Sauðafelli
Hrafn frá Hvítárbakka, brúnn f. 1972, hæð 141 cm
M: Skvetta frá Hvítárbakka, eig. Jón Árnason, Akranesi
Jónki frá Deildartungu, brúnn f. 1976, hæð 144 cm
M: Brúnka, Deildartungu, eig. Sigfús Jónsson, Skrúð
Var felldur 26 vetra gamall árið 1994 og er heygður á Báreksstöðum.
Kaupverð kr. 20.000
38 Roði 805 frá Brúnastöðum, Skag, rauður f. 1961.
Bandmál 139-158-29-18.5 (6.65)
F: Goði 472 frá Álftagerði
M: Molda frá Hellisholtum u. Blakk 129 frá Árnanesi.
Sýndur á Vindheimamelum 1972. B 8.00 H. 7.87 A 7.94
Umsögn: Prúður, mjúklega vaxinn, gangrúmur reiðhestur.
Eftir sýninguna á Vindheimamelum keypti Hrs. V. Roða 805 og var hann eftir það oft skráður Roði II til aðskilnaðar frá Roða 453 frá Skörðugili.
Afkvæmarannsókn nr. 26 1973 fór fram á tamningastöð Hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki.
Meðaleinkunn afkvæma: B 7.43 H 7.47 A 7.45
Þrátt fyrir góða útkomu afkvæmarannsóknarinnar kom fram á aðalfundi 28. apríl 1973 að ástæða væri til að gjalda varhug við notkun á Roða 805 þar sem fram hefði komið nokkuð ríkjandi viðkvæmni í afkvæmum hans.
Enda fór svo að hann var seldur óvanaður til Noregs 1975. Útflytjandi var Samband íslenskra samvinnufélaga.
Kaupverð 20. júlí 1972 kr. 80.000 Söluverð (skilaverð) kr. 127.725
39 Börkur AA135087 frá Deildartungu, jarpur f. 1969.
F: Roði 453 frá Skörðugili
M: frá Deildartungu
Börkur brást algerlega þeim vonum sem við hann voru bundnar. Reyndist hann við tamningu einhæfur brokkari með tregu tölti. Undan honum komu þó hross sem reyndust allvel í stökkkeppni.
Kaupverð kr. 80.000
Vanaður og seldur 1975 í skiptum fyrir hryssu sem sýndist lítið eitt seljanlegri. Hryssan seldist svo 1976 á kr. 106.253 en þá var búið að kosta nokkru til hennar. Þessi viðskipti hafa kannski sloppið fyrir horn.
40 Elgur 846 frá Litlu-Gröf, Mýr., grár f. 1970.
Bandmál 142-156-27.5-18.5 (6.4)
F: Baldur 449 frá Bóndhól
M: Grána frá Litlu-Gröf, u. grárri hryssu frá sama stað og Þokka 232 frá Hamri
Keyptur af Hirti Guðmundssyni árið 1973.
Sýndur í Faxaborg 1975. Eink.: B 7.90 H 7.83 A7.83 Stóð nr. 3
Umsögn: Mjög prúður, jafnvaxinn þó full djúpur, góðar hreyfingar, viljamikill hestur.
Afkvæmarannsókn nr. 49 1978. Eink. B 7.27 H. 7.06 A 7.17
Kom haltur á framfæti (bólginn um hné) úr girðingu haustið 1977. Var vanaður vorið 1978, því vonir stóðu til að hann hefði náð sér í fætinum og búið var að fá kaupanda að honum. En við áreynslu tók bilunin í fætinum sig upp. Var felldur í desember 1978.
Kaupverð 1973 kr. 50.000 Söluverð (sláturv.) 1978 kr. 67.710
41 Fróði 839 frá Hesti, Borg., rauðjarpur f. 1969.
Bandmál 143-157-29.5 – 19 (6.2)
F: Þokki 664 frá Bóndhól
M: Snælda 2281 frá Hólum, Hornaf.
Keyptur af Einari E. Gíslasyni á Hesti 1973.
Sýndur í Faxaborg 1975. B. 7.70 H. 8.10 A 7.90 Stóð nr. 1
Umsögn: Viljugur alhliða ganghestur með allgóðum skeiðgripum.
Afkvæmarannsókn nr. 50, 1978 Eink. 7.41 – 7.30 – 7.36
Sýndur á FM 1980 á Kaldármelum með afkvæmum.
Umsögn: Afkvæmi Fróða 839 eru prúð og þokkaleg hross, og er stærðin í góðu meðallagi. Þau eru allvel fríð á höfuð með glaðan hreinan svip, hálsinn meðalreistur, ekki sver, herðar ágætar, bakið beint, lendin stutt, flöt og fullgrönn afturbygging. Fætur þurrir, all vel réttir. Vilji er harðfrískur og fylginn sér og lundin spennt en ekki mjúk. Allur gangur er í hrossunum, ekki sérlega ferðmikill, þá einkum skeiðið, en töltið betra. Fróði gefur meðalfalleg viljahross, sem búa yfir sæmilegri ganghæfni en þróast oft í stífleika og nýtast ekki eins vel fyrir bragðið. Fróði er ekki nógu álitlegur undaneldishestur, þótt hér sé e.t.v. um of lítinn hóp að ræða. Meðaltal 6 afkvæma 7.71 sig og hlýtur Fróði 2. verðlaun fyrir afkvæmi.
Eftirtalin afkvæmi voru sýnd:
Börkur frá Bjarnarhöfn, jarpur f. 1974
M: Lokka frá Bjarnarhöfn, eig. Ágúst Jónsson, Reykjavík
Skíma 4912 frá Bjarnarhöfn, grá f. 1974
M. Mön, Bjarnarhöfn, eig. Jón Bjarnason, Bjarnarhöfn
Litfríð frá Bjarnarhöfn, jörp f. 1974
M: Jarpskjóna, Bjarnarhöfn, eig. Pétur Jökull Hákonarson, Reykjavík
Hrímnir frá Bjarnarhöfn, grár f. 1974
M: Íra frá Bjarnarhöfn, eig. Jón Bjarnason, Bjarnarhöfn
Léttir frá Hoftúnum, jarpur f. 1974
M: Snúlla Hoftúnum, eig. Sigurgeir Bjarnason, Ólafsvík
Fáskrúður frá Fáskrúðarbakka, skoljarpur f. 1974
M: Blesa 3579 frá Fáskrúðarbakka, eig. Gunnar Kristjánsson, Fáskrúðarbakka
Seldur óvanaður 1979 Símoni Teitssyni og fleirum.
Kaupverð 1973 kr. 130.000 Söluverð 1979 kr. 250.000
42 Glanni 917 frá Skáney, leirljós f. 1972.
Bandmál 144-159-30.5-18.5 (6.4)
F: Blöndal 669 frá Stafholti
M: Skvetta 2859 frá Gufunesi/Skáney
Keyptur 1974 af Marinó Jakobssyni og sendur á Stóðhestastöð ríkisins og alinn þar umm til 5 v. aldurs.
Sýndur á FM Kaldármelum 1980 B 8.00 H 7.75 A 7.88
Lýsing: Myndarlegur reiðhestur með allan gang.
Afkvæmarannsókn nr. 67 1980 Eink. B 7.07 H 7.09 A 7.08
Seldur óvanaður 1981 Gunnari Haraldssyni, Suðureyri, sem lét Skúla Kristjónsson í Svignaskarði fá hann upp í skuld árið 1982.
Seldur að Skáney 1982, eig. Birna Hauksdóttir.
Sýndur með afkvæmum 1984 á FM Kaldármelum. Eink. 7.83-7.95=7.89 Nr. 4 í röð.
Umsögn: Afkvæmi Glanna 917 eru um meðalhross að stærð (141 cm) allvel fríð þó ekki fíngerð, vakandi á svip og vel prúð. Hálsinn fremur sver meðalreistur en þó oft góður í kverk. Afturbygging er fullhá, við þokkalegt bak og herðar í lægra lagi. Lendin er óvenju löng, breið, brött og öflug, svo eftir er tekið, bolur er djúpur og samræmi byggingar því í tæpara lagi. Fætur þurrir og sterkir en útskeifir að framan, hófar ljósteinóttir, djúpir.
Hrossin eru þokkalega viljug, lundin eilítið tortryggin en hrekklaus. Allur gangur er rúmur, töltið aðeins skeiðborið en vekurðin mikil. Dugnaðarleg, sverbyggð, ekki fríð, mikið skeið.
Sýnd afkvæmi:
Gletta 5395 frá Stykkishólmi, leirljós f. 1976, hæð 140 cm
M: Gjósta 3676 frá Innra Leiti, eig. Þórir Svavarsson
Hnallþóra 5390 frá Stykkishólmi, grá f. 1976, hæð 142 cm
M: Þota 3102 frá Innra Leiti, eig. Þorkell Bjarnason, Laugarvatni
Vaka 5944 frá Stykkishólmi, leirljós f. 1976, hæð 142 cm
M: Brúnka 5398 frá Innra Leiti, eig. Þórður Jónsson, Árbæ, Barð.
Rispa 5543 frá Skáney, rauðbleik f. 1977, hæð 140 cm
M: Litla Rauðka frá Skáney, eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Blanda 5951 frá Búðardal, móvindótti f. 1976, hæð 139 cm
M: Gamla Brúnka frá Svarfhóli, eig. Skjöldur Stefánsson, Búðardal
Bára 5402 frá Smáhömrum, Strand, brún f. 1977, hæð 143 cm
M: Fluga 3563, eig. Björn H. Karlsson, Smáhömrum, Strand.
Kaupverð 1974 kr. 50.000 Söluverð 1981 kr. 20.000
Hafa ber í huga að 1981 eru nýjar krónur komnar í umferð.
43 Fáfnir 847 frá Svignaskarði, ljósrauður, stjörnóttur, f. 1970.
Bandmál 141-152-29-18.5 (6.7)
F: Blesi 598 frá Skáney
M: Ljónslöpp 2958 frá Krossi, Lund., síðar í Svignaskarði.
Keyptur af Skúla Kristjónssyni 1974.
Sýndur í Faxaborg 1975. B 8.10 H. 7.95 A 8.03. Stóð nr. 1
Umsögn: Fagur og efnilegur alhliða reiðhestur.
Afkvæmarannsókn nr. 66 1980. eink. B 7.33 H. 6.94 A 7.14
Seldur óvanaður Skúla Kristjónssyni Svignaskarði 1983.
Kaupverð 1974 kr. 120.000 Söluverð 1983 kr. 5.000
Í sambandi við söluverð á Fáfni 847 ber að hafa í huga verðlagsbreytinguna sem varð um áramótin 1980 – 1981.
Seinna seldi Skúli Kristjónsson Fáfni til Danmerkur.
44 Bægifótur 840 frá Gullberastöðum, Lund., jarpur f. 1969.
Bandmál 147-160-31-18,5 (6.4)
F: Þokki 664 frrá Bóndhól
M: Vogalækjar-Jörp frá Gullberastöðum
Keyptur af Guðmundi Péturssyni árið 1975.
Sýndur í Faxaborg 1975. Eink. B 7.70 H 7.85 A 7.78 Stóð nr. 3.
Umsögn: Fjörugur stólpagripur með allan gang og rúmar hreyfingar. Lundin er talin óþjál og ganandi höfuðburður talinn óprýða hann sem reiðhest.
Afkvæmarannsókn nr. 46 1977. Eink. 7.30 7.19 7.26
Sýndur með afkvæmum FM 1980 á Kaldármelum.
Umsögn: Afkvæmi Bægifótar eru stór, langvaxin, með úrvals herðar og langan háls, en stíft hnakkaband veldur ganandi höfuðburði, því að um þrengsli í kverk er ekki að ræða. Lendin er stutt, áslaga og afturbygging grönn og langleggur afturfótar óvenju langur og veldur hárri lend. Fætur eru réttir, þurrir og traustir. Þau eru viljamikil en óþjál í lund, oft með ónot í beisli og nokkuð vandtamin. Gangur er prýðilega fjölhæfur, hrossin góð ásetu, afar mjúk og jafnvíg á hvaða gangtegund sem er. Fótaburður oftast mjög fallegur. Bægifótur gefur mikla reiðhesta en vegna lýta í höfuðburði og lundgalla telur dómnefnd hann ekki æskilegan til undaneldis. Meðaleinkunn 6 afkvæma 7.89 stig og hlýtur hann 2. verðlaun fyrir afkvæmi.
Þessi afkvæmi voru metin í dómnum:
Gáski 915 frá Gullberastöðum, bleikálóttur f. 1973, 143-158-29.5-18
M: Blika frá Vallanesi, eig. Ólafur Guðmundsson, Litla Bergi, Borg.
Rosi 913 frá Nýja Bæ, jarpnösóttur f. 1973 145-156-30-18
M: Nótt 3208 Nýja Bæ, eig. Þorvaldur Árnason, Eyrarbakka
Bæringur frá Hesti, brúnstjörnóttur f. 1973 148-164-31.5-18.5
M: Lipurtá 3624 Geirshlíð, eig. Guðni Kristinsson, Skarði
Blakkur frá Gullberastöðum, brúnn f. 1973 145-161-29-18
M: Mýsla frá Gullberastöðum, eig. Kari Berg, Krossi
Sproti frá Torfastöðum, Árn., bleikálóttur f. 1975 148-164-29-18.5
M: Glenna 3333 Hömrum, eig. Hallgrímur Hallgrímsson, Akranesi
Kvika frá Torfastöðum, Árn., ljósjörp f. 1974 138-155-26.5-17
M: Muska, Torfastöðum, eig. Jón Ingi Baldursson, Reykjavík
Félagasamtök í Hornafirði keyptu Bægifót að sýninugu á Kaldármelum lokinni.
Kaupverð 1975 kr. 130.000 Söluverð 1980 kr. 2.000.000
45 Fylkir 75165482 frá Akureyri, rauður f. 1975.
F: Börkur 72165483
M: Blesa 4413 frá Akureyri
Keyptur folald af Gesti Jónssyni Akureyri 1975.
Alinn upp á stóðhestastöð ríkisins. Taminn á 4. vetri. Þótti ekki vænlegt stóðhestsefni. Eink. B 6.9 H 6.95 A 6.93
Vanaður og seldur á uppboði stöðvarinnar haustið 1979.
Kaupverð kr. 50.000 Í sjóðbók er talið í einu lagi söluverð Fylkis og Glóa frá Svignaskarði og er því hér talið í einu lagi verð þeirra beggja kr. 803.500
Á árunum sem Stóðhestastöð ríkisins starfaði var eftirsóknarvert að koma þangað í uppeldi vel ættuðum hestfolöldum og tryggja um leið gott uppeldi þeirra, og tamningu hjá færustu tamningamönnum.
Gestur Jónsson á Akureyri hafði í allmörg ár stundað hrossarækt með góðum árangri og kynbótahross frá honum staðið í efstu sætum kynbótahrossa á landinu.
Því þótti góður kostur þegar bauðst hestfolald frá honum og hægt að koma því á stóðhestastöðina. Hrs. V. hlaut ekki happdrættisvinning að þessu sinni.
46 Glói 75136520 frá Svignaskarði, rauðglófextur f. 1975.
F: Roði 453 frá Ytra-Skörðugili
M: Hugsýn 4089 frá Hlíð, Hörðudal, Dal.
Keyptur folald af Skúla Kristjónssyni 1975.
Alinn upp á Stóðhestastöð ríkisins. Taminn á 4. vetri. Þótti ekki vænlegt stóðhestsefni. Eink. B 7.2 H 7.22 A 7.21
Vanaður og seldur á uppboði Stöðvarinnar haustið 1979.
Kaupverð kr. 55.000 Söluverð Glóa og Fylkis sameiginlega kr. 803.500
Sjá að öðru leyti greinargerð með Fylki frá Akureyri.
47 Klaki 914 frá Gullberastöðum, grár f. 1973.
Bandmál 142-156-30.5-19 (6.5)
F: Hrímnir 585 frá Vilmundarstöðum
M: Héla 2625 frá Gullberastöðum
Arfhreinn grár.
Keyptur af Sigrúnu Árnadóttur, Gullberastöðum 1976.
Sýndur á Landsmóti Skógarhólum 1978. Hlaut 2. verð.
B 7.90 H 7.77 A 7.84
Umsögn: Prúður, en djúpvaxinn, lendin fullstutt, lundin góð, nægur vilji, sýnir allan gang, en ekki snerpu í neinu.
Afkvæmarannsókn nr. 82 1983. B. 7.47 H 6.88 A 7.18
Vanaður 1983 og seldur Erni Einarssyni Miðgarði 1984.
Kaupverð kr. 200.000 Söluverð kr. 20.000
Á aðalfundi Hrs. Vesturlands 1969 kom fram tillaga um að viðhalda bæri hvítum og ljósum litum í hrossastofni landsmanna. Allir voru sammála um það. Þegar Klaki 914 var keyptur vissu menn eðlilega ekki að hann væri arfhreinn fyrir gráum lit en mörg hross undan honum voru fædd rauð, ljósrauð og móbrún og urðu snemma hvít. Þegar fram kom að Klaki 914 væri arfhreinn fyrir gráum lit ríkti mikil eftirvænting hjá ráðamönnum Hrs. V. um hvort hann yrði nógu góður undaneldishestur. Sú von brást þrátt fyrir gott ætterni hans. Klaki 914 er gott dæmi um hvað erfitt það er að viðhalda vissum litum í hrossastofninum.
48 Eilífur 77136001 frá Sveinatungu, leirljós f. 1977.
F: Hrafn 583 frá Árnanesi
M: Mjöll 3340 frá Hafþórsstöðum
Keyptur folald af Þorvaldi Jósefssyni haustið 1977. Alinn upp á Stóðhestastöð ríkisins.
Sýndur þar 1981, eink. B 7.78 H 7.19 A 7.48
Umsögn: Fjörugur klárhestur með tölti.
Sýndur á Stóðhestastöð ríkisins 1982.
Seldur óvanaður Þorvaldi Jósefssyni 1983.
Sýndur á héraðssýningu í Faxaborg 1984. Eink. B 7.80 H 7.47 A 7.64
Kaupverð kr. 100.000 Söluverð 45.000
Eilífur var seinna seldur Markúsi Benjamínssyni sem notaði hann til undaneldis.
49 Dreyri 76135720 frá Oddsstöðum, rauður f. 1976.
F: Freyr 579 frá Árbæ
M: Litla-Rauðka 57235720 frá Oddsstöðum
Keyptur 1979 af Kristjáni Davíðssyni Oddsstöðum, eftir það alinn upp á stóðhestastöð Búnaðarfélags Íslands.
Sýndur á stóðhestastöð BFÍ 1980, eink. B 7.61 H 7.05 A 7.33
Vanaður og seldur á uppboði stóðhestastöðvarinnar haustið 1980.
Kaupverð kr. 500.000 Söluverð (uppboð) kr. 1.150.000
50 Þröstur 908 frá Kirkjubæ, rauðblesóttur f. 1973.
Bandmál 140-152-30-18 (6.2)
F: Þáttur 722 frá Kirkjubæ
M: Glóð frá Kirkjubæ
Sýndur á LM í Skógarhólum 1978. B 8.10 H 8.05 A 8.08
Umsögn: Fallegur, góð hlutföll í byggingu, mjúkvaxinn, góðir fætur, alhliða reiðhestur.
Keyptur 50% hlutur árið 1979 af Stóðhestastöð Búnaðarfélags Íslands. Sameign með Hrs. Austur-Húnavatnssýslu sem eiga 50%
Afkvæmarannsókn nr. 79 1982 Eink. B 7.74 H 7.09 A 7.42
Seldur óvanaður 1988 Sveinbirni Benediktssyni Krossi í Landeyjum, seinna skráður í eigu Axels Þórs Sveinbjörnssonar Krossi.
Kaupverð 50% kr. 750.000. Söluverð 50% kr. 35.000
Þetta er fyrsti hesturinn sem var keyptur í sameign með öðrum samböndum/einstaklingum.
51 Leiknir frá Svignaskarði, rauðskjóttur f. 1972.
Bandmál 136-153-29.0-17.5-6.5
F: Sörli 653 frá Sauðárkróki
M: Ljónslöpp 2958 frá Krossi
Sýndur í Faxaborg 1975 3ja vetra. Hlaut þar byggingardóm, eink. 7.53
Sýndur 1976, eink. 7.70-7.54=7.62
Sýndur í Faxaborg 1977. Hlaut þar 2. verðl. eink. 7.70-7.54=7.62
Umsögn: Smár, heldur höfuðgrófur, en reistur. Réttir og góðir fætur. Vel viljugur, skapgóður, allur gangur, lyftir vel fótum, tölt fremur skeiðborið, rými ekki mikið á skeiði ennþá.
Afkvæmaprófun nr. 72 1981, eink. B 7.60 H 7.08 A 7.34
Sýndur með afkvæmum 1984 á FM Kaldármelum, eink. 7.89, nr. 2 í röð.
Unsögn: Afkvæmi Leiknis eru með ólíkindum stór vexti miðað við hann sjálfan (138 cm) að meðaltali 144 cm. Þau eru þokkalega fríð og kjarkleg, heldur gróf um eyru. Háls er reistur, vel settur, grannur fram, en hnakkabeygja þó oft léleg á hrossunum í reið. Bóglega skásett, herðar háar, bakið beint, en vel fyllt, bolur vel borinn, lendin brött fullstutt og kúpt jöfn og fyllt. Samræmi ekki of gott, lengd mætti vera meiri. Fætur grannir og léttir, virðast duga. Vilji er ágætur og viðsjál lund sem áður virtist vera í tamningartrippum sýnist ekki vera í teljandi mæli, þó ber að vera á verði um það. Gangur er allur fyrir hendi, en meiri athygli vekur þó klárgangur en skeið í hrossunum.
Keyptur af Skúla Kristjónssyni Svignaskarði 1981.
Sýnd afkvæmi:
Vafi frá Skáney, rauður f. 1977, hæð 148 cm
M. Aldís frá Svignaskarði/Skáney
Eig. Gústaf Ívarsson, Grundarfirði
Eldur frá Krossi, rauður f. 1976, hæð 139 cm
M: Stjarna frá Krossi, Lund.
Eig. Pétur Siguroddsson, Reykjavík
Sindri frá Tungufelli, bleikskjóttur f. 1977, hæð 141 cm
M: Bleik II frá Tungufelli
Eig. Finnbogi Gunnlaugsson, Akranesi
Tumi frá Tungufelli, rauður f. 1977, hæð 141 cm
M: Freyja frá Tungufelli
Eig. Kolbrún Hjörleifsdóttir, Ketilstaðaskóla, Mýrdal
Grákollur frá Tungufelli, gráskjóttur f. 1976, hæð 147 cm
M: Freyja frá Tungufelli
Eig. Hjörleifur Vilhjálmsson, Tungufelli
Seldur óvanaður 1987 Skúla Kristjónssyni Svignaskarði.
Kaupverð kr. 45.000 Söluverð kr. 15.000
Í tvö ár var Leiknir eftirsóttasti stóðhestur Hrs. V., næst á eftir Ófeigi 818. Síðan datt notkun á honum niður. Eitt af mörgum dæmum um sveiflur á áhuga fyrir stóðhestunum.
52 Fjölnir 941 frá Sigmundarstöðum, rauðblesóttur f. 1975.
Bandmál 143-156-30-19.6-6.4
F. Borgfjörð 909 frá Hvanneyri
M: Drottning 4150 frá Árgerði
Sýndur 5 vetra á FM á Kaldármelum 1980, eink. B 7.83 H 7.98 A 7.91
Umsögn: Fínlegur, reistur, lundgóður og fjölhæfur reiðhestur. Afturfætur of grannir.
Keyptur 1981 af Reyni Aðalsteinssyni Sigmundarstöðum.
Héraðssýning 1982, eink. B 7.83 H 8.07 A 7.95
Afkvæmaprófun á Sigmundarstöðum nr. 89 1985. B 7.41 H 7.37 A 7.39
Sýndur með afkvæmum 1988 á FM á Kaldármelum.
Umsögn: Afkvæmi Fjölnis eru höfuðlöng með djúpa kjálka, opið glaðlegt auga, eyrun heldur gróf en vel borin, háls langur, meðalreistur, herðar ágætar. Bakið er þokkalegt, lendin kúpt, full stutt og brött. Þau eru frekar djúpvaxin fram, sem veldur ósamræmi. Fætur eru sæmilegir, nokkuð snúnir en hófar betri. Þau eru lundgóð og tregðulaus, oft stygg í byrjun en spekjast fljótt. Vilji er þjáll og þau hafa allan gang, skeiðið oftast prýðilegt. Tvö afkvæmanna eru góðir hestar en fleiri eru um meðallag. Fjölnir er nothæfur undaneldishestur, en ekki til framfara og hlýtur 7.86 stig og 2. verðlaun.
Sýnd afkvæmi:
Fleygur frá Borgarnesi, brúnn f. 1981, hæð 145 cm
M: Folda 4200 frá Múlakoti
Eig. Stefán Þorsteinsson, Borgarnesi
Helena 6874 frá Skarði II Borg., móbrún, stjörnótt, f. 1981, hæð 146
M: Jósefína 4877 frá Arnþórsholti
Eig. Kari Berg, Skarði II, Lund.
Hlekkur frá Sveinatungu, brúnn f. 1981, hæð 140
M: Madóna 4891 frá Sveinatungu
Eig. Fjóla Runólfsdóttir, Skarði, Landsv.
Ófeig 81235010 frá Sigmundarstöðum, brúnstjörnótt f. 1981, hæð 143
M: Hrefna 5230 frá Kolkuósi
Eig. Reynir Aðalsteinsson, Sigmundarstöðum
Sunna 81235012 frá Litla-Bergi, rauðblesótt f. 1981, hæð 139
M. Blika 5883 frá Vallanesi
Eig. Ólafur Guðmundsson, Litla-Bergi
Vífill frá Sigmundarstöðum, bleikur f. 1980, hæð 148
M: Stóra Bleik
Eig. Haraldur Sigurgeirsson, Reyjavík
Seldur óvanaður til Danmerkur 1989.
Kaupverð 31.000 Söluver Fjölnis og Skyggnis ósundarliðað kr. 700.000
Fjölnir 941 er síðasti hestur í eigu Hrs. V. sem fór í afkvæmarannsókn. Um þetta leyti lagðist sú starfsemi niður.
53 Skór 823 frá Flatey, Hornafirði, rauðstjörnóttur f. 1970.
Bandmál 140-153-29-18- (6.2)
F: Faxi 646 frá Árnanesi
M: Mön 3926 frá Flatey
Sýndur á FM 1973 á Iðavöllum 3ja vetra. Eink. 8.0-7.68=7.84
Sýndur 1976 á Hellu. Eink. B 7.70 H 8.30 A 8.00
Umsögn: Stórglæsilegur og höfðinglegur gæðingur. Helsti galli í fari Skós er fremur veigalítil fótagerð.
Seldur Sigurbirni Eiríkssyni Stóra-Hofi og Halldóri Sigurðssyni Reykjavík.
Keyptur 1981 af Sigurbirni og Halldóri.
Sameign til helminga á móti Hrossaræktarsambandi Suðurlands.
Sýndur með afkvæmum á F.M. 1985 Reykjavík. Eink. B 7.92 H 8.01 A 7.97
Hlaut 1. verðl.
Umsögn: Afkvæmi Skós eru með myndarlegt kjarklegt höfuð, hálsinn fremur reistur en djúpur, herðar háar, bakið beint og ágæt lengd í bol, lendin áslaga og stundum full rýr og bein afturbygging. Fætur eru þurrir og léttir, en nokkuð er um snúninga í kjúkum, hófar sterkir. Stærðin er 142.7 cm Lundarfar virðist misjafnt. Ólund er í sumum afkvæmanna en hér í dómi eru flest þjál og bráðlipur viljahross með tölt og alhliða gang. Þau eru vel prúð og fönguleg.
Dæmd afkvæmi:
Kóri frá Stóra-Hofi, brúnn f. 1975, hæð 139 cm
M: Nótt frá Kröggólfsstöðum
Eig. Haraldur Jónasson Garðabæ og Haraldur Haraldsson Reykjavík
Elliði frá Viðey, fagurrauður, glófextur f. 1976, hæð 146 cm
M: Stjarna frá Kambi
Eig. Bjarni Sigurðsson, Reykjavík
Nasi frá Stóra-Hofi, rauðnösóttur, fl. 1977, hæð 146 cm
M: frá Kirkjubæ
Eig. Friðrik Jörgensen og Halldór Eiríksson Reykjavík
Blesi frá Kirkjubæ, glórauðblesóttur, f. 1978, hæð 144 cm
M: frá Kirkjubæ
Eig. Jón Magnússon, Reykjavík
Dögg 5230 frá Kirkjubæ, rauðblesótt f. 1978, hæð 143 cm
M: Svala 3547 frá Kirkjubæ
Eig. Bergur Jónsson, Ketilsstöðum
Glóð 6188 frá Gunnarsholti, rauð f. 1980, hæð 139 cm
M: Glóa frá Kýrholti
Eig. Páll B. Pálsson, Gunnarsholti
Varahestar:
Þokki frá Eskiholti, Mýr., brúnn f. 1979, hæð 144 cm
M: Stjarna 3591 Eskiholti
Eig. Sveinn Finnsson, Eskiholti
Saga 5592 frá Kirkjubæ, rauðstjörnótt, glófext, f. 1978, hæð 142 cm
M: Eva frá Kirkjubæ
Eig. Emilía Friðriksdóttir, Húsavík
Seldur óvanaður Hrs. Austur-Skaftfellinga 1988.
Kaupverð 50% kr. 50.000 Söluverð 50% kr. 30.000
54 Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi, grár f. 1977.
Bandmál 149-165-30.5-18.0-6.5
F: Leiknir 875 frá Svignaskarði
M: Þota 3201 frá Innra-Leiti, Snæf.
Hesturinn var alinn upp á Stóðhestastöð ríkisins.
Keyptur 1982 af Leifi Kr. Jóhannessyni, ¾ hl. Hrs. Vesturlands og ¼ hl Hrs. Dalamanna.
Sýndur LM Vindheimamelum 1982. eink. B 7.93 H 8.15 A 8.04 Var nr. 3 í röð 5 v. hesta.
Umsögn: Stór og glæsilegur, en ekki fríður, allur gangur rúmur.
Sýndur með afkvæmum 1988 á F.M. Kaldármelum
Umsögn: Stór og myndarleg hross, ófríð og heldur gróf. Háls er reistur, heldur léttur, herðar prýðilegar, bak allbeint og lendin kúpt með taglrótarkökk, nokkuð þungur bolur og flatar síður. Fætur eru þurrir og mjög traustir, hófar með besta móti. Gangur er fjölhæfur, einkum er brokk og tölt gott, en skeið síðra eða í tæpu meðallagi. Þau eru viljug, en vantar stundum ljúfleika og þjálni, þegar mikils er krafist. Þau fara fremur vel í reið. Undan Eiðfaxa koma hæfileikahross, en byggingu er oft ábótavant.
Sýnd afkvæmi:
Eiða 6488 frá Skáney, grá f. 1982, hæð 145
M: Píla 4532 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Faxa 6489 frá Skáney, grá f. 1982, hæð 146 cm
M: Nös 3518 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Gustur 1003 frá Stykkishólmi, brúnn f. 1980, hæð 143
M: Stjarna 3970 frá Stykkishólmi
Eig. Hrossaræktarsamband Vesturlands
Héla 5940 frá Stykkishólmi, steingrá f. 1980, hæð 144 cm
M: Gjósta 3576
Eig. Högni Bæringsson, Stykkishólmi
Hrímnir frá Stykkishólmi, grár f. 1980, hæð 145 cm
M: Gletta frá Ögri
Eig. Andrés Kristjánsson, Stykkishólmi
Pá 83187005 frá Laugarvatni, rauðvindóttur f. 1983, hæð 150
M: Sif 4035 frá Laugarvatni
Eig. Bjarni Þorkelsson, Laugarvatni
Seldur óvanaður 1990 Einari Karelssyni, Álftárósi.
Kaupverð 1982 ¾ hl. Kr. 90.000 Söluverð 262.500
55 Viðar 979 frá Viðvík, Skag., brúntvístjörnóttur f. 1979.
Bandmál 144-156-30-18.5-6.4
F: Hrafn 802 frá Holtsmúla, Skag.
M: Gloría 4233 frá Hjaltastöðum, Skag.
Hesturinn var alinn upp á Stóðhestastöð ríkisins.
Sýndur í Gunnarsholti 1983, eink. 7.88-8.11=7.99
Sýndur í Gunnarsholti 1984, eink. 7.80-8.50=8.15
Keyptur vorið 1984 af Stóðhestastöð ríkisins sem átti hestinn þá. Eignarhluti 1/3 á móti Hrs. Suðurlands sem á 1/3 og Hrs. Skagfirðinga sem á 1/3.
Sýndur FM Reykjavík 1985, eink. 7.91-8.43=8.17, stóð nr. 1
Umsögn: Prúður, fríður, hálsreistur, en djúpur, full grönn afturbygging, viljugur gangmikill ljúflingur.
Sýndur LM Hellu 1986, stóð þar nr. 1 í 6v og eldri. Eink. 7.99-8.63=8.31
Umsögn: Geðprúður hestur með mikla reiðhestakosti. Hlaut þar eignarbikar, gefinn af Ragnari Tómassyni, sem veittur er þeim stóðhesti sem hæsta einkunn hlaut fyrir vilja, fegurð í reið, geðslag og tölt.
Sýndur með afkvæmum á LM Vindheimamelum 1990.
Umsögn: Höfuðið er frítt og svipgott. Prúðleiki fremur góður, hálsinn langur, en ekki fínlegur. Herðar háar, bakið þokkalegt, lendin jafnvaxin. Bolurinn vel borinn, en fullþungur. Fætur þurrir og fallegir, nokkuð snúnir, hófar vellagaðir. Gangur er alhliða og jafnvígur, töltið þó best. Viljinn og lundin afar þjál, en stundum deig. Viðar gefur myndarleg, geðþekk, alhliða hross, sem fara vel og hafa allan gang.
Afkvæmi:
Brá 85236002 frá Sigmundarstöðum, Borg, rauðblesótt f. 1985
M: Brynja 5902 frá Sigmundarstöðum
Eig. Reynir Aðalsteinsson, Sigmundarstöðum
Fjóla 84287028 frá Haga Árn., brún f. 1984
M: Vinda 4303 frá Ásatúni
Eig. Jóhanna Haraldsdóttir, Haga
Viðja frá Syðri Brekkum, Skag., brún f. 1983
M: Maja 5227 frá Syðri-Brekkum
Eig. Ólafur Örn Þórðarson, Búlandi, Eyj.
Bláþráður 85187006 frá Hrafnkelsstöðum, Árn., móvindóttur f. 1985
M: Frökk 3684 frá Hrafnkelsstöðum
Eig. Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsstöðum
Skarði frá Skáney, Borg., svartur, stjörnóttur f. 1985
M: Rispa 5543 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Nátthrafn 85155103 frá Grafarkoti, V.-Hún., brúnn f. 1985
M: Röst 4596 frá Bringum, Gull.
Eig. Indriði og Herdís, Grafarkoti
Felldur haustið 1998.
Kaupverð 1/3 hl. Kr. 83.333
56 Blakkur 977 frá Reykjum, Gull., móbrúnn f. 1979.
Bandmál 147-160-31-19.6-6.4
F: Hrafn 802 frá Holtsmúla
M: Litla Venus 5866 frá Reykjum, Gull.
Alinn upp á Stóðhestastöð ríkisins
Sýndur í Gunnarsholti vorið 1983, eink. 7.90-7.97=7.94
Sýndur í Gunnarsholti vorið 1984, eink. 7.95-8.49=8.22
Keyptur vorið 1984 af Jóni Guðmundssyni, Reykjum.
Eignarhluti 50% á móti Hrs. Suðurlands sem eiga 50%
Sýndur FM Reykjavík 1985, eink. 7.94-8.25_8.10
Umsögn: Höfðinglegur svipur, djúpur háls, falleg lend, viljugur með allan gang og mikið skeið.
Sýndur með afkvæmum FM Kaldármelum 1992, 2. verðl.
Umsögn: Þau eru ágætlega stór hross. Þau eru með myndarlegt, svipgott höfuð, hálsinn langur, full djúpur, en lipur í kverk, hlutfallarétt, bak og lend um meðallag. Fætur eru heldur grannir og reynast ekki traustir, og hófar, sem eru oftast nægilega djúpir, fara þó oft aflaga vegna hófsperru, sem er alltof algeng í þessum hrossum. Gangur er fjölhæfur með liprum meðalfótaburði, skeiðið þó best að yfirferð. Vilji er þjáll og lundin þæg og traust. Blakkur gefur myndarleg, ekki fínleg, auðtamin hross, sem hafa ganghæfni og heldur góðan vilja, en of fáa skörunga, sem að kveður, og því ekki framfarahestur til undaneldis.
Sýnd afkvæmi:
Blökk 87237600 frá Lýsuhóli
M: Drífa 4906 frá Hoftúnum
Eig. Guðmundur Kristjánsson, Lýsuhóli
Gustur 85184500 frá Svanavatni
Kvika 80266006 frá Heiðarbót
Eig. Viðar Marmundsson, Svanavatni
Kemingur 86188990 frá Ásatúni
M: Snúra 712288990 frá Ásatúni
Eig.Óskar Indriðason, Ásatúni
Perla 86235205 frá Ósi, Borg.
M: Tinna 5055 frá Kröggólfsstöðum
Eig. Jón Helgason, Akranesi
Tígull 86235205 frá Gröf, Borg.
Eig. Hjálmar Þ. Ingibergsson, Akranesi
Örn 86135210 frá Skipanesi
M: Bergþóra 76294304 frá Bergþórshvoli
Eig. Jón Sigurðsson, Stóra-Lambhaga
Árið 1990 lenti Blakkur í bílslysi og fótbrotnaði á framfót. Eftir það reyndist erfitt að halda undir hann og var því ákveðið að fella hann árið 1995.
Kaupverð ½ hl. Kr. 120.000
57 Gustur 1003 frá Stykkishólmi, brúnn f. 1980.
Bandmál 143-156-30-17.5-6.0
F: Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi
M: Stjarna 3970 frá Fáskrúðarbakka
Alinn upp á Stóðhestastöð ríkisins.
Sýndur í Gunnarsholti 1984, eink. B 7.98 H 8.20 A 8.09
Sýndur á FM Kaldármelum 1984, eink. B 7.95 H 8.17 A 8.06
Sýndur í maí Gunnarsholti 1985, eink. B 8.03 H 8.27 A 8.15
Keyptur 1986 af Högna Bæringssyni í Stykkishólmi.
Sýndur á LM 1986 á Hellu, eink. B 7.99 H 8.34 A 8.13
Umsögn: Hugljúfur reiðhestur með allan gang og góðan vilja.
Seldur óvanaður til Svíþjóðar 1991.
Kaupverð kr. 350.000 Söluverð kr. 965.000
58 Skyggnir 1045 frá Báreksstöðum, rauðblesóttur f. 1982.
Bandmál 144-157-29.5-18-6.3
F: Ófeigur 818 frá Hvanneyri
M: Ósk 4867 frá Báreksstöðum
Keyptur 1986 af Sigurborgu Jónsdóttur Báreksstöðum.
Sýndur á LM Hellu 1986, eink. B 7.80 H 7.83 A 7.82, stóð nr. 6
Umsögn: Reistur með fallegt bak og lend. Góð lund og vilji. Allur gangur.
Seldur óvanaður 1989 til Danmerkur.
Kaupverð kr. 280.000
Söluverð Fjölnis og Skyggnis ósundurliðað í reikningi kr. 700.000
59 Hagur 87136001 frá Svignaskarði, rauðtvístjörnóttur f. 1987.
Bandmál 143-166-30-17.3
F: Ófeigur 818 frá Hvanneyri
M: Hugsýn 4089 frá Hlíð, Dal.
Keyptur 1988 af Skúla Kristjónssyni.
Sýndur á stóðhestasýningu á Hólum í Hjaltadal 1. maí 1991
eink. B 7.35 H 7.57 A 7.46
Seldur til útlanda 1994 þar sem ekki var áhugi fyrir notkun hans.
Kaupverð kr. 150.000 söluverð kr. 220.000
60 Stjarni 81149001 frá Melum, Strand., brúnstjörnóttur f. 1981.
Bandmál 146-156-30-19
F: Ófeigur 818 frá Hvanneyri
M: Stjarna frá Melum, Strand.
Sýndur á FM á Kaldármelum 1988, eink. B 8.20 H 7.87 A 8.04
Keyptur 1988 af Jónasi R. Jónssyni Melum.
Eignarhluti 50% og Hrs. V.-Húnvetninga 50%
Seldur haustið 1994: kaupandi Páll Þórir Viktorsson og fleiri.
Aldrei var mikill áhugi fyrir notkun þessa hests sem endaði í áhugaleysi.
Kaupverð 50% kr. 1.125.000 Söluverð 50% kr. 150.000
61 Kolfinnur 1020 81187020 frá Kjarnholtum, jarpur f. 1981.
Bandmál 147-153-29-18-6.4
F: Hrafn 802 frá Holtsmúla
M: Glókolla 5343 frá Kjarnholtum
Sýndur á FM 1985 Reykjavík, eink. 7.95-7.87=7.91, stóð nr. 4
Sýndur á LM Hellu 1986, eink. 8.05-8.27=8.14
Keyptur 1989 af Magnúsi Einarssyni, Kjarnholtum I
Eignarhluti 75% á móti 6 bændum í A-Hún.
Sýndur á LM 1990 á Vindheimamelum, eink. 8.05-8.84=8.45, stóð nr. 1
Sýndur með afkvæmum á LM Hellu 1994.
Umsögn: Þau eru stór og fremur grófgerð. Hálsinn er sver, meðalreistur, en herðar háar. Bakið er breitt, lendin öflug. Þau eru lofthá og hlutfallarétt. Fætur og hófar þokkalegir. Hæfileikar eru fjölhæfir, tölt og skeið rúmt og hreint, með öflugar hreyfingar, og þau fara vel í reið. Kynbótamat 131
Sýnd afkvæmi:
Dagur 84187003 frá Kjarnholtum, bleikálóttur f. 1984
M: Blíða 6403 frá Gerðum
Eig. Hrossaræktarsamband Vesturlands
Eva 84287030 frá Kjarnholtum, brún f. 1984
M: Þruma 77287560 frá Austurkoti
Eig. Gísli Gíslason og Olil Amble, Stangarholti
Sörli 85186006 frá Búlandi, brúnnösóttur f. 1985
M: Silja 81286011 frá Hvolsvelli
Eig. Hrossaræktarsamband Suðurlands
Dagur 85186340 frá Búlandi, bleikvindóttur f. 1985
M: Sóley 71284320 frá Búlandi
Eig. Sigurlín Óskarsdóttir, Hvolsvelli
Garri 87187515 frá Kampholti, jarpur
M: Krafla 6083 frá Kampholti
Eig. Sveinbjörn Dagfinnsson, Reykjavík
Salka 88265701 frá Hæringsstöðum, jörp f. 1988
M: Snúra 79286821 frá Austvaðsholti
Eig. Sveinn Samúel Einarsson, Reykjavík
Sýndur með afkvæmum til heiðursverðlauna á FM Kaldármelum 1997
57 dæmd afkvæmi.
Umsögn: Þau eru vöxtuleg hross, en ekki fínleg. Höfuðið er stórt og gróft á mörgum afkvæmanna og þau skortir fríðleika. Hálsinn er sver, en allvel reistur, herðar háar og bógalega góð. Bakið er breitt og lendin öflug. Heldur bolmikil hross, en þó fótahá og hlutfallarétt. Fótagerðin er þokkaleg, er réttleiki og hófar í tæpu meðallagi. Þau eru mörg hver voldug ganghross, viljamikil, traust í lund, fjölhæf og rúm, með góðum fótaburði. Framgangan er aðsópsmikil. Kynbótaeinkunn 126.
Sýnd afkvæmi:
Kolbeinn 87157204 frá Vallanesi, Skag., brúnn
M: Frekja 80257573 frá Vallanesi
Eig. Karl Björgúlfur Björnsson og Valdimar Eiríksson, Vallanesi
Sörli 85186006 frá Búlandi, brúnnösóttur f. 1985
M: Silja 81286011 frá Hvolsvelli
Eig. Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Brynjar 91165662 frá Árgerði, rauður
M: Snælda 68265001 frá Árgerði
Eig. Ragnar Valsson, Kópavogi
Grýla 90236512 frá Stangarholti, rauðskjótt með ægishjálm
M: Spurning 70238760 frá Kleifum
Eig. Gísli Gíslason Stangarholti og Olil Amble, Selfossi
Léttir 92135930 frá Stóra Ási, rauðjarpur
M: Harpa 80235983 frá Hofsstöðum
Eig. Lára Kristín Gísladóttir, Stóra Ási
Von 92237931 frá Mýrdal II Snæf., ljósrauð
M: Nelly 77237931 frá Mýrdal
Eig. Gísli Þórðarson Mýrdal og Magnús Norðdahl Reykjavík
Dagur 85186340 frá Búlandi, bleikvindóttur f. 1985
M: Sóley 71284320 frá Búlandi
Eig. Sigurlín Óskardóttir, Hvolsvelli
Hergill 92188565 frá Kjarnholtum I, bleikálóttur
M: Lyfting 88288570 frá Kjarnholtum I
Eig. Magnús Einarsson Kjarnholtum I og Einar R. Magnússon Seljalandsskóla
Ánægja 89235925 frá Litla Bergi, rauð
M: Gleði 79235005 frá Litla Bergi
Eig. Ólafur Guðmundsson, Litla Bergi
Perla 90238790 frá Lindarholti, Dal., ljósjörp
M: Merry 77238795 frá Neðri Brunná
Eig. Svanhvít Gísladóttir Lindarholti og Albert Jónsson Strandarhöfði
Kilja 90236431 frá Ásbjarnarstöðum, jörp
M:
Eig. Kristín Siemsen, Ásbjarnarstöðum
Hreyfing 92237960 frá Haukatungu, rauðglófext
M: Perla 92237960 frá Hrútsholti
Eig. Ólafur Pálsson, Haukatungu
Sýndur með afkvæmum á LM Reykjavík 2000
Dómsorð: Akvæmi Kolfinns eru stæðileg hross en nokkuð grófgerð. Höfuðið er stórt og gróft á mörgum afkvæmanna. Hálsinn er sver en þokkalega reistur, herðar háar og bógalega góð. Bakið er breitt og lendin öflug. Þau eru þolmikil en þó fótahá og hlutfallarétt. Fótagerð og hófar eru sæmilegir en réttleiki í tæpu meðallagi. Óprúðleiki á fax og tagl lýtir. Afkvæmi Kolfinns eru mörg hver voldug ganghross og framgangan einkennist af miklu gangrými og hressilegu fasi. Þau eru ásækin í vilja og kjörkuð, fjölhæf og rúm, með góðum fótaburði. Kolfinnur gefur afkastahross í fremstu röð, hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið.
Kynbótamat aðaleinkunnar: 121 stig
Heildarfjöldi skráðra afkvæma: 437. Fjöldi dæmdra afkvæma: 88. Öryggi mats 98%
Afkvæmi í sýningu
Þilja 92.2.58-300 frá Hólum, jörp
M: Þrenna 85257801 frá Hólum,
Eig. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal
Þula 92.2.58-301 frá Hólum, jörp
M: Þóra 86257803
Eig. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal
Þota 95.2.58-300 frá Hólum, rauðjörp
M: Þrá 78258301 frá Hólum
Eig. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal
Þeyr 92.1.58-300 frá Hólum, brúnn
M: Þrá 78258301 frá Hólum
Eig. Jóhann Skúlason,
Sunneva 92.2.58-192 frá Óslandi, dökkjörp
M: Sunna 82257029 frá Óslandi
Eig. Þórir Jónsson Óslandi
Léttir 92.1.35-930 frá Stóra-Ási, rauðjarpur
M: Harpa 80235983 frá Hofsstöðum
Eig. Benedikt Þorbjörnsson, Stað
Aría 95.256-291 frá Steinnesi, brún
M: Fiðla 91256291 frá Steinnesi
Eig. Magnús Jósefsson, Steinnesi
Kylja 93.2.56-299 frá Steinnesi, rauðjörp
M: Hvönn 84256027 frá Steinnesi
Eig. Magnús Jósefsson, Steinnesi
Ísbjörg 92.2.37-501 frá Ólafsvík, leirljósblesótt
M: Rjúpa 75235822 frá Steðja
Eig. Stefán S. Kristófersson, Ólafsvík
Brynjar 91.1.65-662 frá Árgerði, ljósrauður
M: Snælda frá Árgerði
Eig. Ragnar Valsson, Laugavöllum
Dagur 85.1.86-340 frá Búlandi, bleikvindóttur
M: Sóley 71284320 frá Búlandi
Eig. Sigurlín Óskarsdóttir
Glóð 90.2.37-877 frá Hömluholti, rauðglófext
M: Glóð 75236760 frá Álftárósi
Eig. Sævar Haraldsson
Til vara:
Flygill 96.1.35-467 frá Vestri-Leirárgörðum, grár en fæddur moldóttur
M: Frægð 89235466 Vestri-Leirárgörðum
Eig. Marteinn Njálsson
Flauta 93.2.36-483 frá Hjarðarholti, jörp
M: Fluga 81257059 frá Flugumýri
Eig. Hrefna Bryndís Jónsdóttir
Dagur 84.1.87-003 frá Kjarnholtum I, bleikálóttur
M: Blíða 79284600 (6403) frá Gerðum
Eig. Hrossaræktarsamband Vesturlands
Kaupverð 75% árið 1989 kr. 1.320.000
62 Stígandi 84151101 frá Sauðárkróki, jarpur f. 1984.
Bandmál 145-155-30.0-27.5
F: Þáttur 722 frá Kirkjubæ
M: Ösp 5454 frá Sauðárkróki
Keyptur í júní 1989 af Árna Árnasyni, Laugarvatni, Sauðárkróki.
Eignarhluti 1/3, Hrs. Skagfirðinga 1/3 og V.-Hún. 1/6 og A.-Hún 1/6
Sýndur á Stóðhestastöð 1989, eink. 8.20-8.10=8.15
Umsögn: Frekar stór og fallegur, reistur og höfðinglegur hestur. Ekki nógu fínlegur á höfuð. Er með mjúkt, fallegt bak, jafna og sterka lend. Færurnir eru þurrir, réttir og sterkir. Hófarnir afbragðs djúpir og efnisgóðir. Töltir og brokkar sérlega vel, reistur og fer fallega undir. Tekur töluvert í skeið, lyftir fótum mikið og hefur gott framgrip. Viljinn strax orðinn mikill, en hann mætti vera þjálli í skapi.
Sýndur með afkvæmum á LM Hellu 1994, 1. verðlaun
Umsögn: Þau eru stór, fríð og óvenju jafnvel gerð hross. Fótagerð og réttleiki er þokkalegt, en hófar úrval. Töltið er hreint og mjúkt, brokkið skrefmikið, en skeiðið ekki rúmt. Þau stökkva fallega, eru fljót tamin, með nægan vilja og bera sig mjög vel. Sýnd afkvæmi:
Andvari 88135801 frá Skáney, rauðblesóttur
M: Svala 4533 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Þröstur 88186204 frá Búðarhóli, grár
M: Snælda 40284093
Eig. Þráinn Þorvaldsson, Oddakoti
Bólstri 88186204 frá Búðarhóli, grár
M: Grátoppa 73284300 frá Búðarhóli
Eig. Félagsbúið Búðarhóli
Sparta 89286322 frá Gunnarsholti, jarptvístjörnótt
M: Sorta 4666 frá Svaðastöðum
Eig. Þórður Þórðarson, Eyrarbakka
Álmur 90155103 frá Lækjamóti, brúnn
M: Sjöfn 80257013 frá Miðsitju
Eig. Þórir Ísólfsson, Lækjamóti
Hrynjandi 90188176 frá Hrepphólum, rauðblesóttur
M: Von 77288170 frá Hrepphólum
Eig. Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Spaði 89186310 frá Gunnarholti, dökkjarpur
M: Skrugga 69258436 frá Kýrholti
Eig. Sigurbjörn Bárðarson, Reykjavík
Sýndur til heiðursverðlauna með afkvæmum á FM Kaldármelum 1997. 52 afkvæmi dæmd.
Umsögn: Þau eru nokkuð stór og fríð hross með grannan og langan háls. Bak er þokkalegt, en þó í stífara lagi í sumum afkvæmanna. Samræmi er afbragð, fótahá og léttbyggð. Fótagerð og réttleiki er í góðu meðallagi, en eru samt veikustu þættir sköpulagsins. Hófar eru yfirleitt mjög góðir. Töltið er hreint og mjúkt, brokkið síðra, en þó oft skrefmikið. Hann hefur fáa vekringa gefið og skeiðið yfirleitt ekki rúmt, þótt undantekningar finnist. Akvæmin stökkva vel og fallega, hafa góðan reiðvilja og fara afar vel í reið.
Sýnd afkvæmi:
Spaði 89186310 frá Gunnarholti, dökkjarpur
M: Skrugga 69258436 frá Kýrholti
Eig. Sigurbjörn Bárðarson, Reykjavík
Ófeig 89235001 frá Akranesi, jarptvístjörnótt
M: Perla 74288710 frá Ljósafossi
Eig. Guðmundur Bjarnason, Akranesi
Bassi 91135938 frá Stóra Ási, rauðtvístjörnóttur
M: Harpa 80235983 frá Hofsstöðum
Eig. Lára Kristín Gísladóttir, Hofsstöðum
Andvari 88135801 frá Skáney, rauðblesóttur
M: Svala 4533 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Rauðaglóð 88235808 frá Skáney, rauðtvístjörnótt
M: Glóð 4076 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Medalía 91235465 frá Vestri-Leirárgörðum, grá
M: Drottning 80235016 Vestri-Leirárgörðum
Eig. Dóra Líndal Hjartardóttir, Vestri-Leirárgörðum
Iðunn 91237401 frá Brimilsvöllum, dreyrrauðtvístjörnótt
M: Iða 82237004 frá Brimilsvöllum
Eig. Gunnar Tryggvason, Brimilsvöllum
Maístjarna 92256282 frá Sveinsstöðum, A-Hún, rauðbleikstjörnótt
M: Nýbjörg 4063 frá Hesti
Eig. Björg Þorgilsdóttir, Sveinsstöðum
Líf 91238286 frá Kirkjuskógi, móvindótt
M: Gusta 4175 Kvennabrekku
Eig. Ingibjörg Eggertsdóttir, Akranesi
Sóley 89236410 frá Lundum, rauðstjörnótt
M: Stikla 83235008 frá Syðstu Fossum
Eig. Ragna Sigurðardóttir, Lundum
Hrynjandi 90188176 frá Hrepphólum, rauðblesóttur
M: Von 77288170 frá Hrepphólum
Eig. Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Strengur 91137804 frá Stakkhamri, rauður
M: Píla 79237800 frá Stakkhamri
Eig. Bjarni Alexandersson, Stakkhamri
Sýndur á LM Melgerðismelum 1998 til heiðursverðlauna, stóð nr. 1
Umsögn: Hann gefur þokkalega stór hross og vel prúð. Þau eru skörp á höfuð og fríð, með grannan og langan háls, yfirlínan allgóð. Samræmið er prýðilegt, lofthæð góð og léttur, sívalur bolur. Fótagerð og réttleiki eru í góðu meðallagi, en eru eigi að síður lökustu þættir sköpulagsins. Hófar eru efnisgóðir og vel lagaðir. Afkvæmin fara vel í reið, töltið er taktgott og mjúkt. Stökkið létt og hreint, brokkið þó iðulega skrefmikið en óöruggt. Fátt er um vekringa meðal afkvæmanna. Viljinn er góður og lundin traust. Hann erfir frá sér hæfilega stærð, prúðleika og létta reiðhestsgerð, gott tölt og mikla fegurð í reið. Hann er kynbótahestur sem hefur skapað sér sess.
Sýnd afkvæmi:
Líf 91238286 frá Kirkjuskógi, móvindótt
M: Gusta 4175 Kvennabrekku
Eig. Ingibjörg Eggertsdóttir, Akranesi
Maístjarna 92256282 frá Sveinsstöðum, A-Hún, rauðbleikstjörnótt
M: Nýbjörg 4063 frá Hesti
Eig. Björg Þorgilsdóttir, Sveinsstöðum
Stelpa 92256436 frá Hnjúkahlíð, móbrún
M: Sprund 86256431 frá Húnavöllum
Eig. Hjörtur K. Einarsson
Hrynjandi 90188176 frá Hrepphólum, rauðblesóttur
M: Von 77288170 frá Hrepphólum
Eig. Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Andvari 88135801 frá Skáney, rauðblesóttur
M: Svala 4533 frá Skáney
Eig. Bjarni Marinósson, Skáney
Bólstri 88186204 frá Búðarhóli, grár
M: Grátoppa 29 73284300 frá Búðarhóli
Eig. Félagsbúið Búðarhóli
Íþrótt 92256435 frá Húnavöllum, rauðjörp
M: Spóla 85256013 frá Húnavöllum
Eig. Guðrún J. Stefánsdóttir og Víkingur Gunnarsson
Lipurtá 90257131 frá Sauðárkróki, jörp
M: Álka 86257463 frá Holtsmúla
Eig. Guðmundur Sveinsson
Bassi 91135938 frá Stóra Ási, rauðtvístjörnóttur
M: Harpa 80235983 frá Hofsstöðum
Eig. Lára Kristín Gísladóttir, Stóra Ási
Glíma 91235531 frá Hvanneyri, rauðtvístjörnótt
M: Vera 6482 frá Eyjólfsstöðum
Eig. Ingimar Sveinsson, Hvanneyri
Assi 90158100 frá Hofi, Skag., brúnn
M: Buska 82257001 frá Hofi
Eig. Jóhann Þór Friðgeirsson
Ófeig 89235001 frá Akranesi, jarptvístjörnótt
M: Perla 74288710 frá Ljósafossi
Eig. Guðmundur Bjarnason, Akranesi
Kaupverð 1/3 hl. kr. 833.334. Felldur í Skagafirði 2004.
63 Þengill 84157807 frá Hólum í Hjaltadal, jarpur f. 1984.
Stangarmál 139-130-137-64-143-38-46-43-30-18-6.5
Sýndur í Gunnarsholti 1989, eink. B 8.15 H. 7.99 A 8.07, stóð nr. 2
Keyptur í júní 1989 af Hrossakynbótabúinu á Hólum í Hjaltadal. Eignarhluti 1/3 á móti Hrs. Skag. sem eiga 1/3 og V.-Hún. 1/6 og A.-Hún 1/6
Sýndur á á FM Kaldármelum 1992, eink. B 8.28 H 7.89 A 8.08, stóð nr. 2
Hlaut Blesabókina sem viðurkenningu fyrir best byggða kynbótahrossið á mótinu, sem gefin var af Vilborgu Bjarnadóttur og fjölskyldu til minningar um um Marinó Jakobsson Skáney.
Það stóð til að hesturinn yrði seldur erlendis, en við röntgenmyndatöku reyndust skuggar vera á báðum afturfótum (vísbending um spatt). Í framhaldi af því var hann seldur óvanaður í desember 1993. Kaupendur voru Ágúst Guðröðarson Sauðanesi N. Þing. o.fl.
Kaupverð 1/3 kr. 766.667 Söluverð 1/3 kr. 100.000
64 Goði 84151003 frá Sauðárkróki, rauðblesóttur f. 1984.
F: Þáttur 722 frá Kirkjubæ
M: Hervör 4647 frá Sauðárkróki
Sýndur í Gunnarsholti 1989, eink. B 8.13 H 7.91 A 8.02
Keyptur í júní 1989 af Sveini Guðmundssyni, Sauðárkróki
Eignahluti 1/3 á móti Hrs. Skag. V.-Hún 1/6 og A Hún 1/6
Hesturinn reyndist bilaður í framfótum, trúlega sleginn í girðingu, sem kom fram við álag. Seldur óvanaður 30. nóv. 1993.
Kaupandi Goði h.f. c/o Hjörtur Einarsson, Húnavöllum
Kaupverð 1/3 hl. kr. 766.667 Söluverð 1/3 hl. kr. 100.000
65 Dagur 84187003 frá Kjarnholtum, bleikálóttur f. 1984.
Bandmál 144-158-30.0-18.5
F: Kolfinnur 1020 frá Kjarnholtum
M: Blíða 6403 frá Gerðum
Sýndur á FM Kaldármelum 1988, eink. 7.84-7.89=7.86
Umsögn: Daufur, svipur, reistur, en grófur fram, fætur ágætir. Viljugur með allan gang, brokkið gott. Djúpur og sver í kverkina.
Sýndur á LM 1990 á Vindheimamelum, eink. 7.90-8.23=8.06, stóð nr. 11
Fæddur Magnúsi Einarssyni en keyptur 25. nóvember 1990 af Olil Amble og Gísla Gíslasyni, Stangarholti.
Sýndur á FM á Kaldármelum 1992, eink. 7.90-8.57=8.24
Sýndur með afkvæmum á LM Hellu 1994
Umsögn: Þau eru reist og myndarleg, en grófbyggð og ekki fríð. Þau eru vel gerð yfir bak og lend, hlutfallarétt. Fætur eru prýðilega gerðir og traustir. Vilji og lundarfar einkennast fremur af þrótti en mýkt. Allur gangur er flugrúmur og lyftingarmikill. Kynbótaeinkunn 133
Sýnd afkvæmi:
Máni 87186003 frá Raufarfelli II, bleikálóttur, stjörnóttur
M: Litla-Blesa 74284096 frá Raufarfelli II
Eig. Þorvaldur Þorgrímsson, Raufarfelli II
Sindri 87184099 frá Raufarfelli II, bleikálóttur
M: Rosta AA284096 frá Raufarfelli II
Eig. Rúnar Andrésson og Jóhanna Haraldsdóttir, Haga
Vænting 87235940 frá Hellubæ, bleikálótt
M: Gola 80235941 frá Hellubæ
Eig. Gíslína Jensdóttir, Hellubæ
Flakkari 88184588 frá Hvítanesi, rauðjarpur
M: Dýrmunda AA284041 frá Hvítanesi
Eig. Gísli Gíslason og Olil Amble, Stangarholti
Dögun 88236510 frá Stangarholti, rauðjörp
M: Hrefna 77225310 frá Sólbakka
Eig. Gísli Gíslason og Olil Amble, Stangarholti
Austri 89187620 frá Austurkoti, ljósmoldóttur
M: Læna 6609 frá Nautaflötum
Eig. Stefán Ingi Óskarsson, Austurkoti
Seldur til Danmerkur árið 2000
Kaupverð 2.000.000 Söluverð árið 2000 kr. 300.000
66 Geysir 86186020 frá Gerðum, Rang., bleikálóttur f. 1986.
Bandmál 141-155-28.0-18.0
F: Ófeigur 882 frá Flugumýri
M: Gerpla 70225002 frá Kópavogi
Keyptur 1991 af Karli Benediktssyni Gerðum.
Eignarhluti 40% á móti Hrs. V.-Hún. 20%, A.-Hún. 20 % og Karl Ben. og Örn Karlsson 20 %
Sýndur FM á Hellu 1994, eink. B 8.13 H 8.21 A 8.17
Sýndur á LM Hellu 1994, eink. B8.28 H 8.51 8.39
Seldur 1998 Erni Karlssyni Ingólfshvoli.
Kaupverð 40 % 2.349.000 Söluverð 1.250.000 + vsk.
67 Oddur 87187700 frá Selfossi, leirljós f. 1987.
Bandmál 145-151-28.0-17.0
F: Kjarval 1025 frá Sauðárkróki
M: Leira 4519 frá Þingdal
Keyptur 1993 af Einari Öder Magnússyni, Selfossi.
Eignarhluti 40 % á móti Einari Öder, sem á 40 % og Hrs. A-Hún. sem á 20 %.
Sýndur 1991 á FM Hellu, eink. 8.03-8.06=8.04
Sýndur á LM Hellu 1994, eink. 8.10-8.86=8.48
Sýndur með afkvæmum á LM 1998 Melgerðismelum.
Umsögn: Hann gefur svipgóð, þokkalega prúð, meðalstór hross. Hálsinn er reistur og vel settur, bakið fremur beint og lendin alflöt, en hvoru tveggja vel vöðvað, samræmið prýðilegt, fótahæð og rétt hlutföll í bol, sem er sívalur. Fætur og réttleiki í knöppu meðallagi, hófar prýðilegir, bæði djúpir og efnisþykkir. Afkvæmin eru eðlisgóð ganghross, fjölhæf, mjúk og rúm. Viljinn er mikill og nýtist vel, þar sem lundin er prýðisgóð. Þau fara afar snoturlega í reið. Hann gefur reiðhestsleg hross, meðalstór, iðulega litfögur. Gangurinn er fjölhæfur, viljinn góður og lundin afbragð. Hann er stórálitlegur undaneldishestur.
Sýnd afkvæmi:
Skinfaxi 91155195 frá Þóreyjarnúpi, leirljós, stjörnóttur, glófextur
M: Stóra-Brúnka 69255470 frá Þóreyjarnúpi
Eig. Halldór Gísli Guðnason og Guðrún Bjarnadóttir
Þyrill 92188562 frá Kjarnholtum I, glóbrúnstjörnóttur
M: Kolbrá 5354 frá Kjarnholtum
Eig. Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir
Freyja 90255472 frá Þóreyjarnúpi, leirljós, stjörnótt
M: Lýsa 6316 frá Þóreyjarnúpi
Eig. Halldór Gísli Guðnason og Guðrún Bjarnadóttir
Kolfinna 91255195 frá Þóreyjarnúpi, móbrún
M: Fluga 80255003 frá Þóreyjarnúpi
Eig. Guðrún Bjarnadóttir
Þruma 90255195 frá Þóreyjarnúpi, rauðstjörnótt
M: Ljósa AA255328 frá Þóreyjarnúpi
Eig. Árni Þorkelsson
Ljónslöpp 93276173 frá Ketilsstöðum, rauðglófext
M: Snekkja 4475 frá Ketilsstöðum
Eig. Jón Bergsson
Sýndur til heiðursverðlauna á LM á Vindheimamelum 2002.
Dómsorð: Afkvæmi Odds eru tæp meðalhross að stærð, þau eru fremur svipgóð, hálsinn er meðalreistur, oftast mjúkur og vel settur. Yfirlína er vel vöðvuð. Afkvæmin eru sívalvaxin og hlutfallarétt. Fætur og réttleiki er í meðallagi en hófar fremur efnisþykkir. Prúðleiki á fax og tagl er í meðallagi. Afkvæmi Odds eru fjölhæf ganghross, mjúk, hreingeng og snörp á stökki og skeiði. Þau eru viljug og næm og oftast samvinnuþýð.
Oddur gefur fjölhæf og mjúk ganghross, hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið.
Kynbótamat aðaleinkunn: 121 stig. Öryggi mats: 97%
Heildarfjöldi skráðra afkvæma: 311
Fjöldi dæmdra afkvæma: 66
Afkvæmi í sýningu:
Faldur IS1994187495 frá Syðri Gróf, moldóttur
M: Grimma IS19942282450 frá Arabæjarhjáleigu
Ræktandi og eigandi: Björn H. Eiríksson
Oddrún IS19942282450 frá Halakoti, leirljós, glófext
M: Grágás IS1989287504 frá Þjótanda
Ræktandi og eigandi: Góðhestar ehf
Eyð IS1996282450 frá Halakoti, brún
M: Kolbrún IS1985225022 frá Grjóteyri
Ræktandi og eigandi: Svanhvít Kristjánsdóttir
Oddi IS1996187684 frá Þjótanda, rauðblesótt, glófext
M: Birna IS19AB290332 frá Hofsstöðum
Ræktandi og eigandi: Góðhestar ehf
Slæða IS1996256392 frá Sauðanesi, móbrún
M: Skikkja IS1984256018 frá Eiríksstöðum
Ræktandi og eigandi: Ingibjörg Guðmundsdóttir
Staka IS1995287140 frá Litla-Landi, rauðtvístjörnótt
M: Salka IS1988265701 frá Hæringsstöðum
Ræktandi og eigandi: Sveinn Samúel Steinarsson
Þrenning IS1993287956 frá Húsatóftum, leirljós
M: Fríða IS1974287852 frá Kálfhóli
Ræktandi og eigandi:Valgerður Auðunsdóttir
Skinfaxi IS1991155195 frá Þóreyjarnúpi, leirljós
M: Stóra-Brúnka IS1969255470 frá Þóreyjarnúpi
Eig: Guðrún Bjarnadóttir og Halldór G. Guðnason
Hilmir IS1994125014 frá Þorláksstöðum, rauðglófextur
M: Komma IS1985225020 frá Þorláksstöðum
Ræktandi: Kristján Bjarnason, eigandi Bjarni Kristjánsson
Hrímfaxi IS1995135535 frá Hvanneyri, grástjörnóttur
M: Vera IS1981274003 frá Eyjólfsstöðum
Ræktandi og eigandi: Ingimar Sveinsson
Kvika IS1996287701 frá Syðri-Gegnishólum, bleik
M: Blika IS1983287042 frá Hólshúsum
Ræktandi og eigandi: Ólafur Jósepsson
Iðunn IS1994258401 frá Brimnesi, ljósrauð
M: Sif IS1982256008 frá Brimnesi
Ræktandi: Halldór Steingrímsson
Eig. Halldór Steingrímsson og Eysteinn Steingrímsson
Til vara:
Örvar-Oddur IS 1998176176 frá Ketilsstöðum, rauður
M: Hugmynd IS1979276176 frá Ketilsstöðum
Ræktandi og eigandi: Bergur Jónsson
Galsi IS1993187986 frá Vorsabæ, ljósrauður, glófextur
M. Gletta IS1985287994 frá Neistastöðum
Ræktandi: Björn Jónsson, eig. Gunnar Már Gunnarsson
Hildur IS19995287688 frá Þjótanda, leirljós, glófext
M: Herdís IS1987225010 frá Meðalfelli
Ræktandi: Einar Ö. Magnússon, eig. Marita Lekmo, Svíþjóð
Kaupverð 40 % kr. 2.000.000
68 Gustur 88165895 frá Hóli, Eyj., grár f. 1988.
Stangarmál 136-133-28-18.5-6.4
F: Gáski 920 frá Hofsstöðum
M: Abba 5449 frá Gili, Skag.
Sýndur á FM Vindheimamelum 1993, eink. 7.93-8.44=8.18, stóð nr. 2
Keyptur 1994 af Ragnari Ingólfssyni, Hóli II
Eignarhluti1/3 á móti Hrs. Ey-Þing og Hrs. Austurlands sem eiga 1/3
Sýndur á LM Hellu 1994, eink. 8.13-9.01=8.57 og var nr. 1 í 6 v. og eldri flokki.
Sýndur með afkvæmum á LM Reykjavík árið 2000, 1. verðlaun.
Kynbótamat aðaleinkunnar: 126 stig
Heildarfjöldi skráðra afkvæma: 168 Fjöldi dæmdra afkvæma:: 27
Öryggi mats 93%
Afkvæmi í sýningu:
Kjarni 95.1.65-663 frá Árgerði, jarpur
M: Brynja 82265005 frá Árgerði
Eig. Davíð Matthíasson og Sigurður Vignir Matthíasson Reykjavík
Magni Kjartansson, Árgerði og Egill Ágústsson, Reykjavík?
Frakkur 95.1.76-326 frá Mýnesi, jarpstjörnóttur
M. Katla 75235571 frá Báreksstöðum
Eig. Hafliði Þ. Halldórsson og Ingólfur Jónsson Reykjavík
Fölvi 94.1.57-348 frá Hafsteinsstöðum, fífilbleikur
M: Kylja 82257122 frá Kjartansstöðum
Eig. Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum
Venus 95.266-631 frá Múla I, grá
M: Þruma 83266018 frá Múla I
Eig. Unnur Pétursdóttir og Flosi Gunnarsson, Múla I
Kraftur 95.1.65-864 frá Bringu, rauðstjörnóttur
M: Salka 87265016 frá Kvíabekk
Eig. Sverrir Reynir Reynisson, Bringu
Sólon 94.1.65-995 frá Ytri-Tjörnum, rauðstjörnóttur
M: Ósk 82266595 frá Höskuldsstöðum
Eig. Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum 2
Til vara:
Snilld 95.2.76-175 frá Ketilsstöðum, sótrauð
M: Hugmynd 79276176 frá Ketilsstöðum
Eig. Jónína R. Guðmundsdóttir, Ketilsstöðum
Ægir 96.1.76-180 frá Ketilsstöðum, gráskjóttur
M: Vakning 85276004 frá Ketilsstöðum
Eig. Jón Bergsson, Ketilsstöðum
Sýndur til heiðursverðlauna á LM Vindheimamelum 2002.
Aðaleinkunn 122
Dómsorð: Afkvæmi Gusts eru tæplega meðalhross að hæð. Þau eru gróf á höfuð en svipgóð. Hálsinn er stuttur en mjúkur og vel settur. Þau eru hlutfallarétt. Fótagerð er í tæpu meðallagi en réttleiki frábær. Prúðleiki á fax og tagl er slakur. Afkvæmin eru skrokkmjúk og hreingeng. Töltið er lyftingargott, brokkið rúmt og skeiðið hreint. Þau eru þjál í lund og ásækin í vilja.
Gustur gefur fim og þjál ganghross, hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið.
Kynbótamat aðaleinkunn: 122 stig Öryggi mats: 97% Heildarfjöldi skráðra afkvæma 321 fjöldi dæmdra afkvæma 73
Afkvæmi í sýningu:
Svala IS1994265870 frá Garðsá, grá, fædd rauð
M. Harpa IS1984265011 frá Garðsá
Ræktandi og eigandi: Orri Óttarsson
Rún IS1994265738 frá Ysta-Gerði, grá
M: Skotta IS1983265017 frá Ysta-Gerði
Ræktandi og eigandi: Birgir Árnason
Björk IS19951995276304 frá Breiðavaði, grá, fædd brún
M: Kolfreyja IS1980276301 frá Breiðvaði
Ræktandi: Jóhann Magnússon, eig. Ólöf Ólafsdóttir
Urður IS1995265793 frá Ytra-Dalsgerði, grá, fædd rauð
M: Sólmyrkva IS1981265791 frá Ytra-Dalsgerði
Ræktandi: Hugi Kristinsson,
Eig. Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason
Glói IS1996176112 frá Stóra-Sandfelli 2, rauðstjörnótt
M: Glódís IS1988276112 frá Stóra-Sandfelli 2
Ræktandi: Bjarni Hagen, eig. Hallfreður Elíasson
Kraftur IS1995165864 frá Bringu, rauðstjörnóttur
M: Salka IS1987265016 frá Kvíabekk
Ræktandi: Jóna Sigurðardóttir, Eig. Sverrir Reynir Reynisson
Kjarni IS1995165663 frá Árgerði, jarpur
M: Brynja 1982265005 frá Árgerði
Ræktandi: Magni Kjartansson, eig. Magni Kjartansson og fleiri
Assa IS1997287860 frá Ólafsvöllum, grá, fædd brún
M: Framtíð IS1987287860 frá Ólafsvöllum
Eigandi Margrét Kjartansdóttir
Gletta IS1997235616 frá Neðri-Hrepp, grá, fædd brún
M: Vaka IS1989238760 frá Kleifum
Ræktendur og eigendur: Björn H. Jónsson og Einar Jónsson
Flói IS 1994166641 frá Húsavík, grár, fæddur jarpur
M: Urð IS1984265044 frá Hvassafelli
Ræktandi og eigandi: Gísli Haraldsson
Flengur IS1997188861 frá Böðmóðsstöðum 2, grár
M: Linda IS1989288852 frá Böðmóðsstöðum
Ræktandi: Hulda K. Harðardóttir, eig. Jón Þ. Pálsson
Venus IS1995266631 frá Múla, grá fædd brúnstjörnótt
M: Þruma IS1983266018 frá Múla
Ræktandi: Flosi Gunnarsson, eig. Flosi Gunnarsson og Unnur Pétursdóttir
Til vara:
Kaldi IS1996166422 frá Hellulandi, grár, fæddur rauðstjörnóttur
M: Fluga IS1971257004 frá Svaðastöðum
Ræktandi og eigandi: Kristján H. Sigtryggsson
Geysir IS1998186420 frá Sigtúni, sótrauður, stjörnóttur
M: Þrá IS1989286420 frá Hala
Ræktandi og eigandi: Hafsteinn Einarsson
Nepja IS1996265001 frá Kvíabekk, grá
M: Stjarna IS1989265001 frá Kvíabekk
Ræktandi: Andrés Kristinsson
Eig. Friðrik Kjartansson og Sveinn E. Jónsson
Frakkur IS1995176326 frá Mýnesi, jarpstjörnóttur
M: Katla IS1975235571 frá Báreksstöðum
Ræktandi: Guðjón Einarsson
Eig. Hafliði Þ. Halldórsson og Ingólfur Jónsson
69 Jór 89187330 frá Kjartansstöðum, dreyrrauðstjörnóttur f. 1989.
Stangarmál 137-135-29.5-18-6.5
F: Trostan 86187019 frá Kjartansstöðum
M: Vaka 5207 frá Ytra-Skörðugili
Sýndur 1993 á Stórmóti á Hellu, eink. B7.95 H 8.06 A 8.00
Sýndur 1994 á LM Hellu, eink. B 7.95 H 8.69 A 8.32
Keyptur 1995 af Gunnari S. Ágústssyni Reykjavík.
Eignarhluti Hrs. Vesturlands og Hrs. Dalamanna áttu saman 1/3 og Hrs. Suðurlands og Hrs. Austurlands sem áttu 2/3
Sýndur á FM á Hellu 1996, eink. B 8.14 H 8.57 A 8.35
Seldur 1997 til Svíþjóðar
Kaupverð 1/6 hluti kr. 583.333 Söluverð –
70 Hamur 92188801 frá Þóroddsstöðum, rauðvindstjörnóttur f. 1992.
Stangarmál 142-138-32.5-20-7.1
F: Galdur 89188802 frá Laugarvatni
M: Hlökk 84287011 frá Laugarvatni
Sýndur á Hellu 1996 á stórmóti, eink. B 8.26 H 8.21 A 8.23
Keyptur haustið 1996 af Bjarna Þorkelssyni Þóroddsstöðum.
Eignarhluti 1/3 á móti Bjarna Þorkelssyni sem á 2/3 hl.
Sýndur á F.M. Kaldármelum1997, stóð nr. 2 í 5 v. flokki
Hlaut Blesabókina sem viðurkenningu fyrir best byggða kynbótahrossið á mótinu, sem gefin var af Vilborgu Bjarnadóttur og fjölskyldu til minningar um um Marinó Jakobsson Skáney.
Sýndur á LM Melgerðismelum 1998, eink. B 8.33 H 8.66 A 8.50, stóð nr. 1
Kaupverð 1/3 hl. kr. 2.000.000
71 Skorri 92186300 frá Gunnarsholti, brúnn f. 1992.
Stangarmál 139-138-30-19.6-6.8
F: Orri 86186055 frá Þúfu
M: Skrugga 69258436 frá Kýrholti
Sýndur 1996 á FM Hellu, eink. B 8.08 H 7.95 A 8.02
Keyptur 1996 af Guðjóni Steinarssyni og Jóni Finni Jónssyni. Eignarhluti 1/3 en Hrs. Dalamanna og Hrs. V.-Hún. 2/3
Sýndur á FM Kaldármelum 1997, eink. B 8.03 H 8.01 A 8.02
Sýndur á LM Melgerðismelum 1998, eink. B 8.10 H 8.61 A 8.36
Kaupverð 1/3 hl. 1.743.000
72 Eiður 92186060 frá Oddhóli, rauðstjörnóttur f. 1992.
F: Gáski 920 frá Hofsstöðum
M: Eiða 6488 frá Skáney
Sýndur á FM Hellu1996, eink. B 8.18 H 8.15 A 8.16
Keyptur 1997 af Sigurbirni Bárðarsyni, Kópavogi, eignarhluti 1/3 á móti Sigurbirni sem á 2/3.
Sýndur á FM Kaldármelum 1997, eink. B 8.15 H 8.61 A 8.38, stóð þar nr. 1 í 5 v. flokki.
Sýndur á LM Melgerðismelum 1998, eink. B 8.15 H 8.64 A 8.40, stóð þar nr. 2
Kaupverð kr. 3.112.500
73 Dynur 1994184184 frá Hvammi, rauður, vindfextur.
F: Orri frá Þúfu
M: Djásn frá Heiði
Sýndur á LM Víðidal í Reykjavík 2000
Eink: Sköpulag 8.32 Kostir 8.57 Aðaleinkunn 8.47
Keyptur 2000. seljandi Anna Magnúsdóttir.
10% = 6 hlutir. Kaupverð kr. 1.500.000
74 Hrymur 19971 56109 frá Hofi, grár.
F: Skorri frá Blönduósi
M: Hlökk frá Hólum
Sýndur 2002 á héraðssýningu Sörlastöðum.
Eink: : Sköpulag 8.16 Kostir 8.23 Aðaleinkunn 8.20
Keyptur árið 2001 af Hestamiðstöðinni Feng
Eignarhlutfall í %: Sigfús Örn Eyjólfsson 33%, Hrossræktarsamb. Eyj. og Þing. 33%, Hrs. Vesturlands 17% og Hrs. Dalamanna 17%.
17% kaupverð kr. 1.333.333